SR-ingar sigursælir á Íslandsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. apríl 2024 17:53

2024 ar islmot 09 islm2024 ar islmot 14 lidsrkv2024 ar islmot 13 123kv2024 ar islmot 19 123ka2024 ar islmot 07Íslandsmeistaramótið í Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 232,1 stig (564,2) , Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 203,9 stig (546,9) og Þórir Kristinsson úr SR vann bronsið með 183,0 stig (564,4). Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið með 179,3 stig (517,2) í finalnum.

Í kvennaflokki sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 233,9 stig (590,5), Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 232,5 stig (600,7) og í þriðja sæti varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 180,3 stig (479,7).

Í stúlknaflokki sigraði Sigurlína Wium Magnúsdóttir úr SR með 151,9 stig (458,5) en skor hennar í finalnum er nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki. Silfrið hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ með 110,7 stig (348,7)

Í liðakeppninni sigruðu sveitir Skotfélags Reykjavíkur bæði karla sem og kvennakeppninni. 

Í kviðdóminn "Jury" komu þrjár konur, Gyda Winther, Malin Vik og Ida Vetti, frá Norska Skotíþróttasambandinu og var búnaður keppenda skoðaður og mældur, undir vökulum augum þeirra, af Sigurði Inga Jónssyni, samkvæmt nýjustu reglum.

Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir og er hægt að nálgast þær upplýsingar, úrslit og nöfn þeirra, á úrslitasíðu STÍ og á heimasíðu mótshaldara SR. Eins er slatti af myndum hérna.

Íslandsmeistarar í Loftriffli 2024
Karlaflokk Guðmundur Helgi Christensen
Kvennaflokk Íris Eva Einarsdóttir
Drengir Úlafar Sigurbjarnarson
Stúlkur Sigurlína Wium Magnúsdóttir
Meistarafl.karla Guðmundur Helgi Christensen
1.fl.karla Þórir Kristinsson
2.fl.karla Valur Richter
3.fl.karla Leifur Bremnes
0.fl.karla Sigurbjörn Jón Gunnarsson
Meistarafl.kvenna Jórunn Harðardóttir
0.fl.kvenna Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir
Lið karla Skotfélag Reykjavíkur A-lið
Lið kvenna Skotfélag Reykjavík
AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn og Elísabet Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. apríl 2024 20:02

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 232,2 stig (553), Rúnar Helgi Sigmarsson úr SKS varð annar með 224,6 stig (534) og þriðji varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 204,9 stig (550). Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 215,1 stig (551), Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 212,2 stig (516) og í þriðja sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 195,6 stig (493) en hún varð jafnframt Íslandsmeistari stúlkna. Íslandsmeistari drengja varð Adam Ingi Höybye Franksson. Í liðakeppni karla varð A-sveit Skotfélags Kópavogs(SFK) Íslandsmeistari, sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti og Sveit Skotdeildar Keflavíkur (SK) hlaut bronsið. Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) og sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ. 

Eitthvað af myndum eru svo hérna

 

Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir:

Íslandsmeistarar 2024
Karlaflokk Ívar Ragnarsson
Kvennaflokk Jórunn Harðardóttir
Drengir Adam Ingi Höybye Franksson
Stúlkur Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir
Meistarafl.karla Ívar Ragnarsson
1.fl.karla Jón Þór Sigurðsson
2.fl.karla Magnús Ragnarsson
3.fl.karla Rúnar Helgi Sigmarsson
0.fl.karla Vignir Þór Sigurjónsson
Meistarafl.kvenna Jórunn Harðardóttir
1.fl.kvenna Aðalheiður L. Guðmundsdóttir
0.fl.kvenna Guðbjörg Viðja Antonsdóttir
Lið karla Skotíþróttafélag Kópavogs
Lið kvenna Skotfélag Reykjavík
AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótin í loftgreinum um helgina Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 12. apríl 2024 10:36

loftskammb edge 2012Íslandsmótin í loftbyssugreinunum fara fram í Egilshöllinni um helgina. Á laugardeginum hefst keppni kl.09:00 í loftskammbyssu og á sunnudeginum á sama tíma í loftriffli. Alls eru 44 keppendur skráðir til leiks, 28 í loftskammbyssu og 14 í loftriffli.  Final í Loftskammbyssu hefst um kl.13 og í Loftriffli kl.11 

Úrslitakeppnin fer þannig fram að í Loftskammbyssu fara 8 efstu skorin í sameiginlegan FINAL, drengir og karlar saman og svo konur og stúlkur saman. Sama aðferð í Loftrifflinum. 

Keppnisæfing loftskammbyssu er föstudag kl.18-20 Búnaðarskoðun er á sama tíma

Keppnisæfing loftriffli er laugardag kl. 15-17 Búnaðarskoðun er á sama tíma

ATH ! Búið breyta aðeins riðlaskiptingunni:

LOFTSKAMMBYSSA hérna

LOFTRIFFILL hérna

Hérna er hægt að fylgjast með skorinu í beinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokað er í Egilshöll yfir Páskana Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. mars 2024 17:32

Yfir Páskana er lokað í Egilshöllinni. Opnum aftur þriðjudaginn 2.apríl

AddThis Social Bookmark Button
 
Opinn íbúafundur um Álfsnes Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. mars 2024 10:45

alfsnes allirSkotæfingasvæðið á Álfsnesi. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.

Opinn íbúafundur í Klébergsskóla miðvikudaginn 10. apríl kl. 17.30

Á fundinum verður kynnt tillaga að breytingu á aðalskiplagi varðandi skotæfingasvæðið og framtíð svæðisins rædd.

Markmið breytingar er að skapa skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu.

Umrædd breytingartillaga er nú í auglýsingu (sjá www.skipulagsgatt.is) og hefur frestur til þess að gera athugasemdir verið framlengdur til 18. apríl nk.

AddThis Social Bookmark Button
 
Byssusýning á Veiðisafninu á Stokkseyri Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. mars 2024 11:00

veidisafnid

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri sem í ár verður í samvinnu við verslunina HLAÐ - Reykjavík og PRS skotíþróttasamtök Íslands laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. mars 2024 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49  Stokkseyri.

Hjálmar í Hlað og félagar sýna úrval skotvopna sem og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði til sýnis og sölu.

Kynntir verða rifflar frá Blaser, Sauer, haglabyssur frá Sauer og Blaser, einnig sjónaukar frá Zeiss og Blaser ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, Freyr & Devik, endurhleðsluvörum og fl.  Einnig verður skothermir á staðnum.

Félagsmenn PRS verða á staðnum og sýna keppnisriffla sína og aukabúnað sem notaður er til íþróttaiðkunarinnar og er hér kjörið tækifæri til að tala við þá um græjurnar og  og fræðast um íþróttina.  PRS stendur fyrir Precision Rifle Series og er mótasería þar sem keppt er með nákvæmisrifflum og skotið á stálskotmörk á lengri færum. Keppt er bæði með miðkveiktum kaliberum í íslensku PRS mótaseríunni og randkveiktum 22lr. rifflum í PR22 mótaseríunni.

Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík ásamt úrvali skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum frá Veiðisafninu.


Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1750.- fl. og 850.- kr. börn 6-12 ára.


Nánari upplýsingar má sjá:
www.veidisafnid.is www.hlad.is www.prsiceland.is

 

 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing