Mánudagur, 13. febrúar 2023 16:47 |
Neðangreind kvörtun barst til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar vegna hávaða frá svæðinu þann 4.febrúar sem er fyrsti laugardagurinn sem við höfðum opið eftir að gefið var út nýtt starfsleyfi. Þetta er virkilega athyglsivert því mjög lítið var skotið á svæðinu þennan dag vegna veðurs. Allir sem skutu úr riffli voru með hljóðdeyfa en við hljóðmælingar hefur nánast ekkert heyrst frá riffilhúsinu þegar prófanir hafa farið fram. Örfáir mættu á haglabyssuvöllinn og eingöngu þar skotið skeet. Hér á myndunum má sjá mælingar veðurs á Álfsnesi þennan dag og sést þar að ríkjandi hefur verið sunnanátt og gengið á með hvössum éljum. Ekki vitum við hvaðan þessi kvörtun kom en ætla má að þyrfti að skoða þá húsbyggingu nánar með tilliti til einangrunar fyrst hávaðinn hefur verið svo mikill vegna skotæfinga á svæðinu. Hér má skoða nánar hverja veðurstöð fyrir sig, GELDINGANES, SKRAUTHÓLAR og KJALARNESÂ þennan tiltekna dag.
ATHUGASEMDIN:Â Tilvísun í mál: 2023020071
Góðan daginn. Heilbrigðiseftirlitinu hefur borist kvörtun vegna hávaða frá starfsemi skotvallar SR í Álfsnesi s.l. laugardag. Kvartandi segir hávaðann hafa byrjað um hádegi og að hann hafi verið nánast óbærilegur innandyra þrátt fyrir að gluggar væru lokaðir. Ekki kom fram hvort kvartandi teldi að hávaðinn hefði verið utan þess tíma sem starfsemi SR er heimil samkvæmt starfsleyfi. Þetta tilkynnist hér með.
|