Skotpróf hreindýraveiðimanna hjá SR Skoða sem PDF skjal

PRÓFTAKA LIGGUR NIÐRI HJÁ OKKUR VEGNA LOKUNAR SVÆÐISINS !

Nágrannafélögin t.d. í Keflavík, í Þorlákshöfn og Akranesi, taka við próftökum

Hægt er að skrá sig til próftöku hjá prófdómara okkar frá 1.maí 2024 í síma 866-8900. Eins með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Samkv. gjaldskrá Umhverfisstofnunar er gjaldið kr. 4,500 fyrir hvert próf sem verður að greiðast fyrir próftöku.

Greiðsla verður að hafa borist fyrir próftöku inn á reikning Skotfélags Reykjavíkur, kt. 600269-2919, reikn.nr. 0516-26-000899 og afrit sent í tölvupósti á: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Best að skrá sig áður og eins þarf greiðsla að berast áður en próf er tekið.

 

Ýmsar upplýsingar varðandi próftökuna eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar

Minnum veiðimenn sérstaklega á að mæta til próftökunnar með löglegar veiðikúlur skv. reglugerð, hvorki með heilar kúlur (FMJ) né keppniskúlur (e. match), þær eru ekki leyfðar í veiðar og þar með ekki til próftöku !!

NÝTT !! Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ENGIN önnur gjöld eru tekin fyrir próftökuna !!

Við viljum benda veiðimönnum á, að þeir geta tekið prófið hjá okkur hvenær ársins sem er. Þeir sem vilja sleppa við stressið í kringum vorpróftökuna, geta tekið prófið í vetur. Prófið gildir í 12 mánuði.

AddThis Social Bookmark Button
 

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir