Laugardagur, 17. maí 2025 14:37 |
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistarar urðu Jórunn Harðardóttir úr SR í kvennaflokki og Ívar Ragnarsson í karlaflokki. Nánar hérna.
|
|
Föstudagur, 16. maí 2025 11:32 |
Vegna Landsmóts STÍ í haglabyssu verður lokað á haglabyssuvöllunum á morgun, laugardag, en opið á riffilvellinum.
|
Fimmtudagur, 15. maí 2025 10:54 |
Fyrsta haglabyssumót ársins á Álfsnesi fer fram um helgina. Mótið nefnist Vormót SR og er það fullgilt STÍ mót til flokka og meta. Hér má sjá riðlaskiptinguna.
|
Fimmtudagur, 15. maí 2025 10:38 |
Íslandsmótin í Staðlaðri skammbyssu og Frjálsri skammbyssu fara fram í Egilshöllinni um helgina. Keppni hefst báða dagana kl 09:00
Hérna má sjá riðlaskiptinguna í:
Staðlaðri skammbyssu
Frjálsri skammbyssu
|
Mánudagur, 12. maí 2025 07:32 |
Fyrsta Landsmót STÍÂ í haglabyssugreininni Compak Sporting var haldið á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Jón Valgeirsson úr SR sigraði, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar og þriðji Jónmundur Guðmarsson úr SÍH.Â
|
Mánudagur, 12. maí 2025 07:22 |
Íslandsmótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 594,3 stig, Íris E. Einarsdóttir úr SR varð önnur með 592,2 stig og í þriðja sæti Aðalheiður L. Guðmundsdóttir með 551,0 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 566,5 stig, Leifur Bremnes úr SÍ hafnaði í öðru sæti með 549,8 stig og Sigurbjörn J. Gunnarsson úr SR varð þriðji með 520,6 stig. Íslandsmeistari í flokki drengja varð Úlfar Sigurbjörnsson úr SR með 520,6 stig.
Í stúlknaflokki sigraði Sigurlína W. Magnúsdóttir úr SR með 582,3 stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki. Karen Valsdóttir úr SÍ varð önnur með 287,1 stig. Í flokki fatlaðra varð Þór Þórhallsson úr SFK Íslandsmeistari. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SR með 1.768,8 stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet, A-sveit SÍ varð önnur og í þriðja sæti hafnaði B-sveit SR með 1.559,1 stig. Jafnframt voru Íslandsmeistarar krýndir í hverjum flokki fyrir sig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 295 |