Reykjavíkurleikarnir 2026 24.-25.janúar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 25. janúar 2026 20:48

Jórunn sigraði í loftskammbyssu

Keppni í loftskammbyssu er nú lokið á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni. Í opnum flokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 224,1 stig  eftir mjög tvísýna keppni við Maríu Lagou úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 220,5 stig, sem hlaut silfrið. Í þriðja sæti varð Björgvin Sigurðsson úr Skotdeild Keflavíkur. Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í unglingaflokki. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,611 stig (19x), A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,596 stig (23x) og í þriðja sæti sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1,554 stig (14x).

Sigurlína með Íslandsmet á RIG í dag.

Keppni í loftriffli er nú lokið á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni. Í opnum flokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 232,8 stig  eftir harða keppni við Írisi Evu Einarsdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 227,4 stig, sem hlaut silfrið. Í þriðja sæti varð Sigurlína Wium Magnúsdóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur, en hún sigraði einnig unglingaflokkinn en Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut silfrið. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,639 stig (44x), B-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,533 stig (26x) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Ísafjarðar með 1,048 stig (23x). Þór Þórhallsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs hlaut svo gullið í flokki fatlaðra. Árangur Sigurlínar í úrslitunum er nýtt Íslandsmet unglinga.

Sveit Skotfélags Reykjavíkur vann parakeppnina á RIG í dag

Keppt var í parakeppni með loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í dag. Pörin skjóta 30 skotum hvort og hafa til þess 40 mínútur. Lið Skotfélags Reykjavíkur skipað Jórunni Harðardóttur og Magna Mortensen sigraði með 523 stig. Í öðru sæti varð A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs en það skipuðu Adam Ingi H.Franksson og Tatjana Jastsuk, með 519 stig og í þriðja sæti varð B-sveit Kópavogs, Guðni Sigurbjarnarson og Maria Lagou, með 485 stig..Árangur Skotfélags Reykjavíkur er nýtt Íslandsmet í parakeppni (Mixed Team).

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG leikarnir í Laugardalshöll 23.-25.janúar Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. janúar 2026 13:43

rig logo litSkotfimi er eins og áður hluti af Reykjavík International Games (RIG) sem fara fram helgina 24.-25. janúar 2026.

Keppt verður í opnum einstaklingsflokki fullorðinna og unglinga í loftskammbyssu og loftriffli. Keppt verður til úrslita í báðum greinum þar sem efstu 8 keppendur í hvorum flokki halda áfram í úrslit. Ef færri en átta keppendur taka þátt í öðrum hvorum flokki áskilur mótsstjórn sér rétt til að halda sameiginlegan úrslitariðil.

Að auki verður keppt í parakeppni í loftskammbyssu (Qualification) þar sem hvert lið er skipað einum karli og einni konu. Hægt er að skrá unglingalið til keppni en einnig geta unglingar tekið þátt sem hluti af fullorðinsliði. Ekki er gerð krafa um að pör komi úr sama félagi.

Staðsetning:

Laugardalshöll salir 2 og 3 á 3. hæð

Dagskrá:

  • 24. janúar 2025 09:00-16:00 Loftskammbyssa (AP)
  • 25. janúar 2025 09:00-14:00 Loftriffill (AR)
  • 25. janúar 2025 14:00-18:00 Loftskammbyssa – parakeppni (AP MIX)

Keppnisæfingar:

  • Loftbyssa  23. janúar kl. 19-21
  • Loftriffill 24. janúar kl. 16-18

Skráningarfrestur á mótið er 18. janúar og fer skráning fram í gegnum skotfélög keppenda eins og í hefðbundnum mótum Skotíþróttasambandsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ Í EGILSHÖLL um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 14. janúar 2026 12:45

Lokað verður í Egilshöllinni um helgina 17.-18.janúar vegna námskeiðahalds

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotsvæðið á Álfsnesi lokað Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 19. desember 2025 14:05

Lokað er á skotsvæði okkar á morgun laugardaginn 20.des. Verðum næst með opið laugardaginn 27.desember en svo kemur stopp í opnanir, þar sem bráðabirgðaleyufið okkar rennur út um áramótin. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur öll nauðsynleg gögn í höndunum til þess að gefa út tillögur að starfsleyfi. Við gerum okkur vonir um að drög að nýju starfsleyfi verði auglýst í byrjun janúar svo ekki komi til stöðvunar á starfseminni enn og aftur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úlfar og Elísabet með gull Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. desember 2025 08:50

ap 13des25Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með loftskammbyssu og loftriffli fór fram í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni í dag. Í loftskammbyssu sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, Bjarki Sigfússon úr sama félagi varð annar með 540 stig og Magnús Ragnarsson úr Skotíþróttafélaginu Skyttur varð þriðji með 534 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í unglingaflokki með 507 stig.

ar 13des25Í keppni með loftriffli sigraði Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 561,1 stig, í öðru varð Sigurbjörn J. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 557,3 stig og Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð þriðji með 548,9 stig. Í unglingaflokki fékk Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 546,1 stig. Nánari úrslit má nálgast á https://sti.is/2025-2026/og myndir frá mótinu hérna:https://www.facebook.com/Skotfelag.Reykjavikur

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í loftbyssu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 11. desember 2025 15:10

asgsig01 005jorunn riff 2013 gkg_5838Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn 13.desember og hefst keppnin kl. 09:00. Ráslistarnir eru komnir á STÍ-síðuna hérna.

Fylgjast má með gangi mála hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 300

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing