Miðvikudagur, 27. mars 2024 17:32 |
Yfir Páskana er lokað í Egilshöllinni. Opnum aftur þriðjudaginn 2.apríl
|
|
Miðvikudagur, 27. mars 2024 10:45 |
Skotæfingasvæðið á Álfsnesi. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Opinn íbúafundur í Klébergsskóla miðvikudaginn 10. apríl kl. 17.30
Á fundinum verður kynnt tillaga að breytingu á aðalskiplagi varðandi skotæfingasvæðið og framtíð svæðisins rædd.
Markmið breytingar er að skapa skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu.
Umrædd breytingartillaga er nú í auglýsingu (sjá www.skipulagsgatt.is) og hefur frestur til þess að gera athugasemdir verið framlengdur til 18. apríl nk.
|
Þriðjudagur, 19. mars 2024 11:00 |
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri sem í ár verður í samvinnu við verslunina HLAÐ - Reykjavík og PRS skotíþróttasamtök Íslands laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. mars 2024 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49Â Stokkseyri.
Hjálmar í Hlað og félagar sýna úrval skotvopna sem og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði til sýnis og sölu.
Kynntir verða rifflar frá Blaser, Sauer, haglabyssur frá Sauer og Blaser, einnig sjónaukar frá Zeiss og Blaser ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, Freyr & Devik, endurhleðsluvörum og fl. Einnig verður skothermir á staðnum.
Félagsmenn PRS verða á staðnum og sýna keppnisriffla sína og aukabúnað sem notaður er til íþróttaiðkunarinnar og er hér kjörið tækifæri til að tala við þá um græjurnar og og fræðast um íþróttina. PRS stendur fyrir Precision Rifle Series og er mótasería þar sem keppt er með nákvæmisrifflum og skotið á stálskotmörk á lengri færum. Keppt er bæði með miðkveiktum kaliberum í íslensku PRS mótaseríunni og randkveiktum 22lr. rifflum í PR22 mótaseríunni.
Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík ásamt úrvali skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum frá Veiðisafninu.
Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1750.- fl. og 850.- kr. börn 6-12 ára.
Nánari upplýsingar má sjá: www.veidisafnid.is www.hlad.is www.prsiceland.is
|
Mánudagur, 11. mars 2024 07:51 |
Landsmót STÍ í riffilgreinunum 50m og 50m Þrístöðu fóru fram um helgina á Ísafirði.
Á sunnudeginum var keppt í þrístöðunni og sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 538 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 519 stig og bronsið hlaut Leifur Bremnes með 502 stig.
Á laugardeginum var keppt í 50m liggjandi og sigraði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 611,7 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 607,6 stig og þriðji varð Leifur Bremnes úr SÍ með 606,9 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut gullið í unglingaflokki með 526,4 stig.
Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ, https://sti.is/mot-og-urslit-2023-2024/
|
Fimmtudagur, 22. febrúar 2024 09:43 |
Breytingin á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar til að hægt verði að leyfa starfsemi félagsins á Álfsnesi er komin inní umsagnarferli í Skipulagsgáttinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/716
Það er opið fyrir athugasemdir til 4.apríl en þá tekur við úrlausnartími sem er einhverjar vikur. Þegar þetta rennur í gegn þá fyrst getur félagið sótt um nýtt starfsleyfi !!
Vek athygli ykkar á að umrædd aðalskipulagstillaga verður til kynningar í skipulagsgáttinni frá 22. febrúar og með athugasemdafresti til 4. apríl nk., sbr. hér að neðan og meðfylgjandi hlekk:Â https://skipulagsgatt.is/issues/2023/716
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040
Skotæfingasvæði á Álfsnesi
Skilgreining íþróttasvæðis (ÍÞ9)
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 25. janúar 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010.
Í tillögunni felst að breyta hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9). Markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan er kynnt í skipulagsgáttinni, samráðsvettvangi um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum; sjá www.skipulagsgatt.is. Auglýsingin stendur yfir frá 22. febrúar 2024 til 4. apríl, 2024. Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á vettvangi skipulagsgáttar fyrir 4. apríl 2024. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
).
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
|
Sunnudagur, 18. febrúar 2024 17:20 |
Landsmót STÍ í loftsbyssugreinunum fór fram í Kópavogi um helgina. Á laugardeginum var keppt í loftskammbyssu og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 553 stig og 9 x-tíur, Jórunn Harðardóttir varð önnur einnig með 553 stig en 6 x-tíur, og í þriðja sæti varð Bjarki Sigfússon úr SFK með 547 stig. Adam Ingi Höybye Franksson úr SFK fékk gullið í flokki unglinga með 512 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SFK með 1612 stig, sveit SR varð önnur með 1580 stig og sveit SK varð þriðja með 1548 stig.
Á sunnudeginum var keppt í loftriffli og sigraði Jórunn Harðardóttir, í öðru sæti varð Íris Eva Einarsdóttir og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen. Þau keppa öll fyrir SR. Nánari úrslit má svo finna á úrslitasíðunni á www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 6 af 291 |