Miðvikudagur, 14. september 2022 09:12 |
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur veitt félaginu undanþágu til þess að halda skotvopnanámskeið UST og lögreglu næstu fjóra laugardaga kl.10-16. Lesa má undanþágubréfið hérna.
|
|
Mánudagur, 15. ágúst 2022 13:08 |
 Íslandsmótinu í Bench rest lauk í dag á Húsavík. Íslandsmeistari varð Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur, Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar varð annar og þriðji, Egill þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is
|
Þriðjudagur, 09. ágúst 2022 07:47 |
Hérna kemur riðlaskipting á Íslandsmótinu í Skeet um næstu helgi. Opinberi æfingadagurinn fyrir mótið er á fimmtudaginn, EKKI á föstudag, því þá skal vera lokað samkvæmt ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, af ástæðum sem ekki liggja fyrir. Keppendur geta hins vegar nýtt sér eftirtalda æfingatíma í vikunni: Þriðjudag og miðvikudag kl.13-19 og svo á fimmtudaginn kl.13-21.
|
Föstudagur, 05. ágúst 2022 16:13 |
Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni og hafa þau staðið sig með prýði. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 9 af 281 |