Lína, Íris, Jórunn og Magni með gull á RIG í dag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 27. janúar 2025 07:59

rig joriris_img_0504rig 2025_jormagnelisab_img_0536rig jormagnpar_img_0526rig lina_img_0505Keppni í Loftriffli á Reykjavíkurleikunum er nú lokið. Í unglingaflokki sigraði Sigurlína Wium Magnúsdóttir með 566,8 stig, Úlfar Sigurbjarnarson varð annar með 521,1 stig og bronsið hlaut Starri Snær Tómasson með 348,2 stig. Þau koma öll úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í opna flokknum sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 236,4 stig, Jórunn Harðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 234,6 stig og í þriðja sæti varð Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 205,8 stig. Í flokki fatlaðra hlaut Þór Þórhallsson gullið í SH2-R4 með 620,4 stig og í flokki SH2-R5 með 624,4 stig.


Í fyrsta sinn á Íslandi var keppt í parakeppni í Loftskammbyssu á RIG. Fjögur pör tóku þátt að þessu sinni en sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð þeim Jórunni Harðardóttur og Magna Þór Mortensen sigraði með 520 stig, sem skráist sem nýtt Íslandsmet. Sameinuð sveit með þeim Adam Inga H.Frankssyni úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og Elísabetu X. Sveinbjörnsdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 500 stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs skipuð Maríu Lagou og David Enjuto Rodriguez með 479 stig.
Þess má einnig geta að þetta er annað Íslandsmet Jórunnar því í gær bætti hún Íslandsmet sitt í úrslitum í Loftskammbyssunni með skori uppá 227,4 stig.
AddThis Social Bookmark Button