Íslandsmetin féllu í riffilkeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. apríl 2024 18:42

2024 islmeist3p unglinga_img_6584Íslandsmeistaramótið í riffilgreininni 50m Þrístaða fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR á nýju Íslandsmeti, 545 stig. Í öðru sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 520 stig og í þriðja sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 487 stig. Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið einnig á nýju Íslandsmeti, 445 stig. Í karlaflokki sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 541 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 523 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr SÍ með 507 stig. A-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar vann liðakeppnina með 1480 stig en sveit Skotfélags Reykjavíkur hlaut silfrið með 1429 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ 

Og svo eru myndir frá mótinu hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur sigraði Landsmótinu í Skeet í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. apríl 2024 18:20

2024 skeet 2104 sih 123Fyrsta Landsmót STÍ á nýbyrjuðu tímabilinu í haglabyssugreininni Skeet fór fram í Hafnarfirði um helgina. Pétur T. Gunnarsson úr SR sigraði með 49 stig (105), Jakob Þ. Leifsson úr SFS varð annar með 46 stig (99) og í þriðja sæti hafnaði Arnór L. Uzureau úr SÍH með 37 stig (118). Dagný H. Hinriksdóttir endaði í 6.sæti. Nánar á úrslitasíðu STÍ strax og leikskýrsla berst.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íris og Úlfar Íslandsmeistarar í 50m rifflinum í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 20. apríl 2024 15:27

Á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi rifflinum, prone, sem fram fór í Kópavogi í dag, varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK Íslandsmeistari í karlaflokki, Íris Eva Einarsdóttir úr SR í kvennaflokki, Karen Rós Valsdóttir úr SÍ í stúlknaflokki og Úlfar Sigurbjarnarson úr SR í flokki drengja, en setti einnig nýtt Íslandsmet drengja. Nánari skor má finna á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Þrístöðuriffli á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 19. apríl 2024 08:46

2024 islmot3p21apr finalÍslandsmótið í Þrístöðuriffli fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn.

Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
SR-ingar sigursælir á Íslandsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. apríl 2024 17:53

2024 ar islmot 09 islm2024 ar islmot 14 lidsrkv2024 ar islmot 13 123kv2024 ar islmot 19 123ka2024 ar islmot 07Íslandsmeistaramótið í Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 232,1 stig (564,2) , Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 203,9 stig (546,9) og Þórir Kristinsson úr SR vann bronsið með 183,0 stig (564,4). Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið með 179,3 stig (517,2) í finalnum.

Í kvennaflokki sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 233,9 stig (590,5), Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 232,5 stig (600,7) og í þriðja sæti varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 180,3 stig (479,7).

Í stúlknaflokki sigraði Sigurlína Wium Magnúsdóttir úr SR með 151,9 stig (458,5) en skor hennar í finalnum er nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki. Silfrið hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ með 110,7 stig (348,7)

Í liðakeppninni sigruðu sveitir Skotfélags Reykjavíkur bæði karla sem og kvennakeppninni. 

Í kviðdóminn "Jury" komu þrjár konur, Gyda Winther, Malin Vik og Ida Vetti, frá Norska Skotíþróttasambandinu og var búnaður keppenda skoðaður og mældur, undir vökulum augum þeirra, af Sigurði Inga Jónssyni, samkvæmt nýjustu reglum.

Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir og er hægt að nálgast þær upplýsingar, úrslit og nöfn þeirra, á úrslitasíðu STÍ og á heimasíðu mótshaldara SR. Eins er slatti af myndum hérna.

Íslandsmeistarar í Loftriffli 2024
Karlaflokk Guðmundur Helgi Christensen
Kvennaflokk Íris Eva Einarsdóttir
Drengir Úlafar Sigurbjarnarson
Stúlkur Sigurlína Wium Magnúsdóttir
Meistarafl.karla Guðmundur Helgi Christensen
1.fl.karla Þórir Kristinsson
2.fl.karla Valur Richter
3.fl.karla Leifur Bremnes
0.fl.karla Sigurbjörn Jón Gunnarsson
Meistarafl.kvenna Jórunn Harðardóttir
0.fl.kvenna Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir
Lið karla Skotfélag Reykjavíkur A-lið
Lið kvenna Skotfélag Reykjavík
AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn og Elísabet Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. apríl 2024 20:02

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 232,2 stig (553), Rúnar Helgi Sigmarsson úr SKS varð annar með 224,6 stig (534) og þriðji varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 204,9 stig (550). Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 215,1 stig (551), Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 212,2 stig (516) og í þriðja sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 195,6 stig (493) en hún varð jafnframt Íslandsmeistari stúlkna. Íslandsmeistari drengja varð Adam Ingi Höybye Franksson. Í liðakeppni karla varð A-sveit Skotfélags Kópavogs(SFK) Íslandsmeistari, sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti og Sveit Skotdeildar Keflavíkur (SK) hlaut bronsið. Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) og sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ. 

Eitthvað af myndum eru svo hérna

 

Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir:

Íslandsmeistarar 2024
Karlaflokk Ívar Ragnarsson
Kvennaflokk Jórunn Harðardóttir
Drengir Adam Ingi Höybye Franksson
Stúlkur Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir
Meistarafl.karla Ívar Ragnarsson
1.fl.karla Jón Þór Sigurðsson
2.fl.karla Magnús Ragnarsson
3.fl.karla Rúnar Helgi Sigmarsson
0.fl.karla Vignir Þór Sigurjónsson
Meistarafl.kvenna Jórunn Harðardóttir
1.fl.kvenna Aðalheiður L. Guðmundsdóttir
0.fl.kvenna Guðbjörg Viðja Antonsdóttir
Lið karla Skotíþróttafélag Kópavogs
Lið kvenna Skotfélag Reykjavík
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing