Jórunn Íslandsmeistari í riffli í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. apríl 2015 17:48

2015 60sk islmotJórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í 60 skotum liggjandi riffli í dag með 614,2 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 605,2 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR varð þriðja með 557,2 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þ.Sigurðsson úr SFK á nýju Íslandsmeti 622,2 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 615,3 stig og Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð þriðji með 608,8 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð í þriðja sæti í liðakeppninni með innaborðs þá Guðmund Helga , Þorstein B. Bjarnarson og Þóri Kristinsson með 1,796.2 stig. A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði á nýju Íslandsmeti 1,836.9 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,806.8 stig. Nánari fréttir eru á heimasíðu mótshaldara SFK.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í loftbyssugreinunum í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 25. apríl 2015 15:33

2015 loft islmot 25apr2015loftislmlidka2015loftislmallir2015loftislmflokkmeika2015loftislmka1232015loftislmkaasgeir2015loftislmkariff1232015loftislmkarifflidsr2015loftislmkaungl2015loftislmkve1232015loftislmlidkvennaislmeist2015loftislmungl122015loftislriffkve12Íslandsmótið í Loftskammbyssu og Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 401,7 stig en í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 391 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 587,3 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 556,2 stig og í þriðja sæti varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SR með 554,2 stig.

Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti, 1641,9 stig með innanborðs þá Guðmund Helga, Sigfús Tryggva og Þorstein Bjarnarson. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 370 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 341 stig og í þiðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 325 stig. Í Loftskammbyssu kvenna í unglingaflokki sigraði Margrét Skowronski úr SR með 318 stig en í öðru sæti og jafnframt Íslandsmeistari varð Dagný R. Sævarsdóttir úr SFK með 283, þar sem Margrét er bandarískur ríkisborgari.

Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 570 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 548 stig.

Í liðakeppni í loftskammbyssu karla varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistarar með 1,648 stig en í sveitinni voru Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Helgi Christensen og Guðmundur Kr. Gíslason. Í öðru sæti var A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,631 stig en í henni voru Ívar Ragnarsson, Nicolas Jeanne og Stefán Sigurðsson. Í þriðja sæti varð B-sveit SFK með innaborðs þá Jón Þór Sigurðsson, Ólaf Egilsson og Jóhann A. Kristjánsson.

Eins voru Íslandsmeistarar í flokkum krýndir en þeir voru í loftskammbyssu karla, Ásgeir Sigurgeirsson úr SR í meistaraflokki, Ívar Ragnarsson úr SFK í 1.flokki, Ólafur Egilsson úr SFK í 2.flokki, Jón Þór Sigurðsson úr SFK í 3.flokki og í 0.flokki Gísli Þorsteinsson úr SFK. Í loftskammbyssu kvenna varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari í meistaraflokki, Guðrún Hafberg úr SFK í 1.flokki, Þuríður E. Helgadóttir í 0.flokki og Dagný R. Sævarsdóttir í unglingaflokki.  Í loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari í meistaraflokki, Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SR í 1.flokki, Theódór Kjartansson úr SK í 2.flokki, Þorsteinn B. Bjarnarson í 3.flokki og Arnar H. Bjarnason úr SFK í unglingaflokki. Íslandsmeistari í meistaraflokki í loftriffli kvenna varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR. Myndir frá mótinu eru aðgengilegar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Egilshöll á laugardag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 22. apríl 2015 14:19

2015 loftbyssa islmot ridlarÍslandsmótið í loftbyssugreinunum verður haldið í Egilshöllinni laugardaginn 25.apríl. Keppnisæfing er kl.18:30 - 20 á föstudag. Ekki verður haldinn final að þessu sinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistarar í þríþraut með riffli Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. apríl 2015 14:14

2015 tritraut islmot201550m123img_4387201550mjorunnhelgiimg_4402201550mlidsrimg_4392Á Íslandsmótinu í þríþraut með riffli í dag, varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari karla, en þeir skjóta 3x40 skotum, með 1.100 stig, sem jafnframt er nýtt Íslandsmet.Â Í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 1,035 stig og í 3ja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 960 stig. Í kvennaflokki, en þær skjóta 3x20 skotum, varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti 531 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 2.897 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Friðriksson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. apríl 2015 15:27

2015 stodlud islmot 18aprilgretarmaraxelsislmstd2015Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið og varð Grétar Mar Axelsson úr SA Íslandsmeistari með 533 stig, Jón Þ.Sigurðsson úr SFK varð annar með 509 stig og Karl Kristinsson þriðji með 508 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,460 stig, í öðru sæti varð A-sveit  Skotfélags Reykjavíkur með 1,456 stig og í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,437 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting Íslandsmótsins á laugardag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. apríl 2015 11:25

Riðlaskipting Íslandsmótsins í Staðlaðri skammbyssu sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn 18.apríl er komin hérna. Alls eru 17 keppendur skráðir til leiks. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.18:00 - 19:30

2015 std islmot ridlar

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 174

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing