Laugardagur, 10. maí 2025 15:54 |
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 560 stig, Rúnar H. Sigmarsson úr SKS varð annar með 545 stig og í þriðja sæti hafnaði Bjarki Sigfússon úr SFK með 538 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari með 548 stig, María Lagou varð önnur með 534 stig og Aðalheiður L. Guðmundsdóttir þriðja með 518 stig. Í drengjaflokki sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr SR með 358 stig og í öðru sæti varð Styrmir J.Hallgrímsson Smith úr SFK með 354 stig. Í stúlknaflokki varð Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir Íslandsmeistari með 515 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit SFK með 1,635 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,585 stig og bronsið vann A-sveit SK með 1,554 stig. Myndir frá mótinu eru nokkrar hérna. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
|
Fimmtudagur, 08. maí 2025 10:10 |
Íslandsmótin í Loftskammbyssu og Loftriffli fara fram í Egilshöllinni um helgina og er keppnisæfing kl.18-20 á föstudaginn. Riðill 1 hefst kl.9 og riðill 2 kl. 11. Vegna tækniörðugleika verður ekki haldinn Final að þessu sinni. Riðlaskiptingin er hérna
|
Þriðjudagur, 06. maí 2025 10:10 |
Vegna aðalfundar félagsins verður lokað í Egilshöllinni í kvöld, þriðjudag !!
|
Sunnudagur, 04. maí 2025 16:18 |
SR-ingar voru að gera það gott á Íslandsmótunum í riffilgreinunum um helgina. Úlfar Sigurbjarnarson varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í bæði 50m Prone og Þrístöðu. Einnig bætti hann eigið Íslandsmet í prone. Jórunn sigraði sömuleiðis í kvennaflokki í báðum greinum og bætti auk þess Íslandsmetið í Þrístöðu. Lið SR bætti einnig Íslandsmetið í Þrístöðunni. Nánar má lesa um og skoða úrslit á heimasíðu STÍ. og myndir hérna.
|
Miðvikudagur, 30. apríl 2025 22:56 |
Skotfélag Reykjavíkur hefur nú opnað fyrir skráningar á verklegt námskeið lögreglunnar á skotvöllum félagsins á Álfsnesi, laugardaginn 24.maí 2025. Hægt er að skrá sig í gegnum þessa síðu:Â https://ust.is/veidi/veidinamskeid/skotvopnanamskeid/
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 2 af 295 |