María Rós Íslandsmeistari í Skeet 2025 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. ágúst 2025 21:02

mariadagnyarnfinnur2025skeetÍslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni “SKEET” fór fram á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands í samvinnu við Skotfélag Reykjavíkur. Íslandsmeistari karla varð Arnór Logi Uzureau úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 116/54 stig, annar varð Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 111/45 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 108/38 stig. Í kvennaflokki varð María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 86/34 stig, önnur varð Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 89/33 stig og bronsið vann Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi með 85/24 stig. Í keppni liða sigraði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 308 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 295 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 268 stig. Nálgast má slatta af myndum frá úrslitunum hérna.

AddThis Social Bookmark Button