Jón Þór Evrópumeistari í 300m riffli Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. ágúst 2025 12:35

2025 jon thor palli 03Jón Þór Sigurðsson var að sigra á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í riffilgreininni “300m Prone” þar sem skotið er með stórum rifflum, liggjandi af 300 metra færi með opnum gatasigtum. Hæst er hægt að fá 600 stig og 60 X-tíur. Jón Þór endaði með 599 stig og 45 X innri tíur. Annar varð Alexander Schmirl frá Austurríki einnig með 599 stig en 39X-tíur og svo í þriðja sæti Aleksi Leppa frá Finnlandi með 599 stig og 36 X-tíur. Árangur Jóns er nýtt Íslandsmet en hann átti sjálfur fyrra metið 596/34X, sem hann setti á Euro Cup í Sviss árið 2023. Frétt frá STÍ

AddThis Social Bookmark Button