Landsmót í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. desember 2018 15:19

2018 50mrifflmot15desurslit2018 50mkv123 15des2018 50mka123 15desLandsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 614,4 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 609,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Margrét L. Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 581,1 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 613,1 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 613,0 stig og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 607,9 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði í liðakeppni karla með 1.819,8 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,9 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.788,1 stig. Aðeins ein sveit var skráð í liðakeppni kvenna, sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.766,6 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ á Álfsnesi og í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. desember 2018 11:35

Það verður LOKAÐ á Álfsnesi og í Egilshöll í dag. Í Egilshöllinni fer fram landsmót í riffilskotfimi og á Álfsnesi er rafmagnslaust vegna bilunar í kerfi Veitna. Viðgerð stendur yfir en reikna má með að ekki komist rafmagn á fyrr en seinni partinn í dag.  Eins eru vindhviður uppí 18 m/sek sem stendur og grenjandi rigning og ekkert vit í að stunda skotfimi við þessar aðstæður. Góða helgi....

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 14. desember 2018 07:30

2018 3x40 16des ridlar 2018 50m 15des ridlarLandsmót STÍ í 50m riffli liggjandi og þrístöðu fara fram um helgina í Egilshöllinni. Keppni hefst báða dagana kl.10. Riðlaskipting er hér.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Árni sigraði á landsmóti í frjálsri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 10. desember 2018 16:41

Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Digranesi í Kópavogi í dag. Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 469 stig, í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 465 stig og 3 x-ur og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með sama stigafjölda en eina x-tíu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Breyting á skráningarfresti í mót Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. desember 2018 09:49

Stjórn STÍ samþykkti nýlega breytingar á skráningarreglum sínum. Aðalbreytingin felst í því að nú þurfa aðildarfélögin að tilkynna keppendur sína 5 virkum dögum fyrir mót. Skrá þarf þá keppendur í síðasta lagi á sunnudagskvöldi vikunni fyrir mót næstu helgi þar á eftir. Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2019.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi og Jórunn sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 26. nóvember 2018 07:17
Á landsmóti STÍ í þrístöðuriffli á Ísafirði,sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,103 stig, í öðru sæti varð Valur Richter Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 1,014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 959 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 1,063 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1049 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 952 stig. Nánar um úrslit helgarinnar á www.sti.is
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 233

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing