Landsmót á Borgarnesi í loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. nóvember 2017 09:58

Landsmót í loftbyssugreinunum fór fram á Borgarnesi í dag. Í loftriffli unglinga bætti Magnús Guðjón Jensson úr Skotdeild Keflavíkur eigið Íslandsmet í unglingaflokki úr 513,4 stigum í 549,0 stig. Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í loftskammbyssu karla með 552 stig. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki í loftskammbyssu með 360 stig og í loftriffli með 402,5 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 583,5 stig. Nánar á sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Árni sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. nóvember 2017 19:32

2017std7jan2017stdnov1232017stdnov1lid2017stdnov2lid2017stdnovlidinFyrsta landsmót Skotíþróttasambands Íslands á þessu keppnistímabili var haldið í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Keppt var í Staðlaðri skammbyssu og sigraði Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 509 stig, annar varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 468 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir með 466 stig úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,435 stig en hana skipuðu Jón Árni, Kolbeinn og Engilbert Runólfsson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,345 stig skipuð Þórði Ívarssyni, Þorbjörgu Ólafsdóttur og Hauki F. Möller.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í staðlaðri skammbyssu á laugardag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 03. nóvember 2017 07:30

2017 4nov standard ridlarFyrsta landsmót STÍ þennan veturinn verður haldið í Egilshöllinni á laugardag. Keppt er í Staðlaðri skammbyssu með 22ja kalibera skammbyssum á 25 metra færi. Skotin eru 60 skot þannig að fyrst er skotið 20 skotum í 5-skota hrinum á 150 sekúndum, næst er sama fyrirkomulag en á 20 sekúndum og svo að lokum á 10 sekúndum. Keppnin hefst kl.10:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir í Þýsku deildinni um helgina Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. október 2017 20:40
Ásgeir Sigurgeirsson keppti í dag fyrir sitt nýja lið í Bundezliegunni SGi Ludwigsburg, liðinu gekk frábærlega og vann allar viðureignir Á morgun keppir Ásgeir gegn Michec Damir bestu skammbyssuskyttu Evrópu. Keppnin hefst kl. 11:00 að Ísl. tíma og er hægt að fylgjast með hér: http://www.bundesliga.meyton.info/
AddThis Social Bookmark Button
 
Stefán G. Örlygsson bikarmeistari STÍ Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. ágúst 2017 21:35

2017rekbik1232017rekbikmeiststefan2017rekopenab2017rekopenbikarmot2017rekmeistdagny2017rekmeistsiddi2017rekopa1232017rekopb123Á Opna Reykjavíkurmótinu, SR OPEN, var jafnframt haldið Bikarmót STÍ og varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Bikarmeistari 2017. Á mótinu sigraði Sigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur, annar varð Stefán G. Örlygsson og í þriðja sæti Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakepni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð þeim Erni valdimarssyni, Sigurði U.Haukssyni og Gunnari Sigurðssyni. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar innaborðs Jakob Þ.Leifsson, Stefán Kristjánsson og Aðalstein Svavarsson. Á SR OPEN sigraði Sigurður U. Hauksson í A-flokki, annar varð Hákon Þ.Svavarsson og þriðji Stefán G. Örlygsson. Í B-flokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir, Helga Jóhannsdóttir varð önnur og Daníel L. Heiðarsson varð þriðji en hann er aðeins 15 ára gamall. Verðlaun veittu þau Niccolo Campriani, sem er þrefaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum og Petra Zublasing sem er einnig í fremstu röð í heiminum, heimsmeistari, Ólympíumeithafi ásamt fjölda annarra titla. þau verða svo með fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík kl. 12-13:30 mánudaginn 21.ágúst. UPPFÆRT:  Myndir frá mótinu komnar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Snjólaug M.Jónsdóttir bikarmeistari STÍ 2017 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. ágúst 2017 21:27

2017 rekopenday12017rekbikmlidkv2017bikmeikv1232017mavrek1867Snjólaug M. Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð í dag Bikarmeistari STÍ í haglabyssugeininni Skeet. Hún háði harða keppni við Dagnýju H.Hinriksdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur í úrslitunum og hafði að lokum nauman sigur.

Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet um heil 10 stig en sveitina skipa þær Dagný H. Hinriksdóttir, Þórey I. Helgadóttir og Eva Ósk Skaftadóttir.

Keppni í karlaflokki heldur áfram á morgun og eins keppni í A og B flokkum. Reikna má með að úrslit hefjist uppúr kl. 15:00 en úrslit verða haldin í Bikarmótinu, A, og B flokki. Eftir fyrri daginn þá leiðir Hákon Þ. Svavarsson í A-flokki og Dagný H. Hinriksdóttir í B-flokki. Snjólaug M.Jónsdóttir afhenti mótsstjóranum Erni Valdimarssyni skjöld til vegna 150 ára afmælis Skotfélags Reykjavíkur í ár. Við þökkum Markviss á Blönduósi kærlega fyrir á þessum tímamótum.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 218

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing