Silfur og brons hjá SR-ingum á landsmóti í Skeet Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. júlí 2018 07:28

Á landsmóti STÍ sem lauk á Akranesi í dag sigraði Hákon Þór Svavarsson úr SFS með 53 stig (115), annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr SKA með 50 stig (117) og í þriðja sæti hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 40 stig (120).

Í kvenna keppninni sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV meö 39 stig (83), önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SFS með 38 stig (96) og í þriðja sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 22 stig (93).

Í unglingakeppni mættu tveir til keppni og sigraði Ágúst Ingi Davíðsson úr SFS með 81 stig en í öðru sæti varð Daníel Logi Hreiðarsson með 72 stig.

Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 321 stig ( Hákon Þór Svavarsson 115, Jakob Þór Leifsson 109, Aðalsteinn Svavarsson 94), önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 318 stig ( Sigurður Unnar Hauksson 112, Guðmundur Pálsson 111, Kjartan Örn Kjartansson 95) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 307 stig (Grétar Mar Axelsson 115, Guðlaugur Bragi Magnússon 120 stig , Daníel Logi Heiðarsson 72 stig.) Nánari úrslit á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá landsliðinu í skeet í USA Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. júlí 2018 16:05

2018tucusalandslidsigunnhauks01 003Okkar menn voru að ljúka keppni á heimsbikarmótinu í Tucson í USA. Sigurður Unnar Hauksson náði heldur betur að rétta úr kútnum eftir slæman fyrsta hring og endaði á 116 stigum í 34.sæti (18-24-25-25-24). Stefán Gísli Örlyggson hafnaði í 37.sæti með 115 stig (24-20-23-23-25) og Hákon Þ. Svavarsson varð í 48.sæti með 113 stig (24-21-22-23-23) en alls voru það 60 keppendur sem luku keppni. Árangur liðsins er nýtt Íslandsmet 344 stig en gamla metið var 339 stig sem landslið okkar setti á HM í Lonato á Ítalíu 2015.

AddThis Social Bookmark Button
 
Þórey Inga Helgadóttir úr SR varð í öðru sæti Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. júlí 2018 20:02

2018lamot8jul123kvHelga Jóhannsdóttir úr SFS, sigraði á Landsmóti STÍ í skeet sem haldið var á Akureyri um helgina, með 89 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir úr SR með 76 stig og í þriðja sæti Guðrún Hjaltalín úr SKA með 57 stig.

Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SÍH með 46 stig (107), annar varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 45 stig (117) og í þriðja sæti hafnaði Jakob Þór Leifsson úr SÍH með 37 stig (102). Guðmundur Pálsson úr SR varð fjórði með 28 stig (102) og Kjartan Örn Kjartansson úr SR í sjöunda sæti með 94 stig í undankeppninni.  Nánari úrslit eru á úrslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir á styrk frá Ólympíusamhjálpinni Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 26. júní 2018 07:55

2018osasgeirÁsgeir Sigurgeirsson skrifaði undir styrktarsamning frá Alþjóða Ólympíuhreyfingunni sem gildir fram að næstu Ólympíuleikum. Nánari umfjöllun er á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is 

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi með Íslandsmet í Danmörku Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. júní 2018 21:54

ghelgichrist002liggjGuðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á 17.Mastersmótinu í riffli sem fram fór í Árósum í Danmörku um helgina. Hann setti nýtt Íslandsmet í final í Þrístöðuriffli 391,0 stig. Nánari úrslit eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Óbreytt árgjald 2018 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. júní 2018 19:57

Á aðalfundi félagsins var samþykkt að fella niður inntökugjald nýrra félaga sem hefur verið kr. 4,000. Eins verður árgjaldið óbreytt kr. 20,000

Nánar hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 230

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing