Staðan á Íslandsmótinu eftir fyrri daginn Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. september 2019 13:51

2019 br islmot skor 100m 7septStaðan á Íslandsmótinu í Bench Rest eftir fyrri daginn liggur nú fyrir, en í dag var keppt á 100 metra færi. Jón B. Kristjánsson úr MAV frá Blönduósi er efstur með 250 stig og 13 X-ur, annar er Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 250 stig og 13 X-ur, en Jón náði fyrr X-tíu. Þriðji er svo Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 249 stig og 16 X-ur. Á morgun er svo keppt á 200 metra færi og Íslandsmeistaratitilinn hlýtur sá sem er efstur í samanlögðu

AddThis Social Bookmark Button
 
Hið árlega Reykjavík Open í skeet um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 04. september 2019 16:22

2019sropenridlar
skeet vinchanc 013_sk125 issfHið árlega Reykjavik Open í haglabyssugreininni SKEET, verður haldið á haglabyssuvöllum félagsins á Álfsnesi um helgina. Keppnisæfing kl.16-20 á föstudag

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Bench Rest á Álfsnesi um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 04. september 2019 16:18

br islm2013 soffiabergs2019 brislm 100m2019 brislm 200mÍslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest, í skori, verður haldið á riffilsvæði félagsins á Álfsnesi um helgina. Keppt verður á 100 metra færi á laugardaginn og á 200 metra færi á sunnudaginn. Keppnisæfing er kl.16-20 á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir í 23.sæti í Brasilíu Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 30. ágúst 2019 07:41

asgeirloftskbÁsgeir Sigurgeirsson keppti á heimsbikarmótinu í Ríó De Janeiro í Brasilíu í dag. Hann keppti í loftskammbyssu og endaði með 575 stig (9x) sem skilaði honum í 23.sæti af 87 keppendum. 580 stig þurfti til að komast í átta manna úrslit.

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimsbikarmótið í Lahti í Finnlandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 30. ágúst 2019 07:40

Heimsbikarmóti ISSF í Lahti í Finnlandi er nú lokið. Sigurður Unnar Hauksson endaði í 48.sæti með 116 stig (24 22 23 25 22), Hákon Þ.Svavarsson varð í 106.sæti með 106 stig (21 20 20 21 24) og Guðlaugur Bragi Magnússon í 116.sæti með 104 stig (22 21 20 21 20). Alls voru keppendur 129 talsins. Einnig skaut Stefán Gísli Örlygsson um s.k. MQS skor og endaði hann þar með 115 stig (24 24 21 23 23) og tryggði hann sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Ítalíu í september. Helga Jóhannsdóttir hafnaði í 70.sæti í kvennaflokki með 82 stig (14 20 15 18 15) en keppendur voru 72.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í Compak Sporting lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. ágúst 2019 19:21

2019 islmcompakkarlar2019 islmcompakkonur2019 islmcompakungl2019 islmot compaksport 1718agustÍslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir með 144 stig og þriðja varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 132 stig. Íslandsmeistari unglinga varð Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 144 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 245

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing