Fimmtudagur, 04. ágúst 2022 11:36 |
Ráðherra Umhverfis-,orku- og loftslagsmála hefur veitt félaginu undanþágu til að geta haldið Íslandsmeistaramótið í Skeet á svæði félagsins á Álfsnesi. Eingöngu verður opið til æfinga fyrir keppendur á mótinu. Opinber æfingadagur verður þó frábrugðinn alþjóðlegu reglunum því ekki verður leyft að skjóta á föstudeginum 12.ágúst. Æfingadagurinn verður því fimmtudaginn 11.ágúst í staðinn. Samkvæmt undanþágunni geta keppendur æft mánudaginn 8.ágúst og fimmtudaginn 11.ágúst á tímanum 10-21, þriðjudaginn 9.ágúst og miðvikudaginn 10.ágúst kl.10-19. Keppnisdagana 13.og14.ágúst er heimilt að skjóta frá kl.10:00 til kl. 19:00. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.
Við minnum keppendur á Íslandsmótinu að skrá sig tímanlega hjá sínu félagi en skráningarfresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 7.ágúst 2022.
|
|
Sunnudagur, 24. júlí 2022 18:05 |
 Pétur T. Gunnarsson keppti á Italian Open í Skeet stórmótinu sem haldið var um helgina. Þetta er gríðasterkt mót sem margir af þeim allrabestu tóku þátt. Pétur stóð sig frábærlega og var skorið 118 stig af 125 mögulegum. Þetta dugði honum í 19.sæti að þessu sinni.
|
Sunnudagur, 24. júlí 2022 18:00 |
Íslandsmótið í Compak Sporting fór fram á AKureyri um helgina. Við áttum þar þrjá keppendur og náði Dagný H. Hinriksdóttir silfrinu í kvennaflokki. Annars eru nánari fréttir af mótinu hérna: www.sti.isÂ
|
Mánudagur, 20. júní 2022 07:48 |
 Guðni Þorri Helgason úr SR náði silfrinu á Arctic Open haglabyssumótinu, sem haldið var á Akureyri á laugardaginn.ÂÂ
|
Sunnudagur, 12. júní 2022 15:39 |
Pétur T. Gunnarsson úr SR sigraði á Landsmóti STÍ sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina. Daníel H. Stefánsson úr SR varð í 4.sæti. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
Sunnudagur, 29. maí 2022 19:14 |
Skotfélag Reykjavíkur verður 155 ára þann 2.júní ! Í tilefni þess býður félagið til morgunkaffis í félagsheimili þess á skotsvæðinu á Álfsnesi kl.10-12 laugardaginn 4.júní
 Myndir frá kaffiboðinu eru hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 10 af 281 |