Veiðirifflamótið verður sunnudaginn 29.desember 2019 Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 03. desember 2019 13:43

riffilskyttaVeiðiriffla-Áramótið verður haldið á Álfsnesi sunnudaginn 29.desember 2019. Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00.

Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200+300) á 100, 200 og 300 metra færi, 5 skot á hverja skífu (1 skot í hring). Æfingaskot leyfð.

Einsog áður eru eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða min 10sm) við afturskefti nema öxlina. Eins eru öll kaliber leyfð og skyttur hvattar til að nota hljóðdeyfa, en engar hlaupbremsur.

Gott væri að fá skráningu senda á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn vann 50m liggjandi á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 25. nóvember 2019 07:46

Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram á Ísafirði laugardaginn 16.nóvember s.l. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 613,8 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur meða 567,6 stig og í þriðja sæti Elín Drífa Ólafsdóttir úr SÍ með 511,4 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 612,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 609,2 stig og Valur Richter þriðji með 604,6 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1812,9 stig og sveit SR varð önnur með 1774,0 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn og Helgi sigruðu í Þríþraut Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. nóvember 2019 07:50

2016jorhel13febLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðuriffli fór fram á Ísafirði á sunnudaginn. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1094 stig, í öðru sæti hafnaði Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1034 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 969 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1077 stig og í öðru sæti Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 968 stig. Í liðakeppninni hlaut sveit Skotfélags Reykjavíkur gullið með 3075 stig og silfrið sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 2732 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn sigraði í Fríbyssunni í morgun Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. nóvember 2019 17:05

Landsmót Skotíþróttasmbands Íslands í Frjálsri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 490 stig, annar varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 486 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 445 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet á Borgarnesi Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 09. nóvember 2019 17:14

jorunnhardarap40.jpgLandsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið á Borgarnesi af Skotfélagi Akraness í dag. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og jafnaði hún jafnframt Íslandsmet sitt, 560 stig. Önnur varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í 3ja sæti Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 485 stig.

Í unglingaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir á nýju Íslandsmeti unglinga í kvennaflokki 532 stig, önnur varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 502 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 484 stig. Þær eru allar úr Skotfélagi Akureyrar. Árangur Sóleyjar og Sigríðar ásamt Þorbjargar er nýtt Íslandsmet í liðakeppni kvenna, 1,542 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 548 stig, annar varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 546 stig og þriðji varð Bjarki Sigfússon úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 528 stig. Í liðakeppninni voru tvö lið skráð til leiks og sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,578 stig og sveit Skotfélags Akraness varð önnur með 1,422 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 586,2 stig og Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð annar með 470,6 stig. Í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 571,0 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Axel Sölvason er látinn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 29. október 2019 16:35

axel portraitaxel aalfundsr2010Axel Sölvason, heiðursfélagi og fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, lést 15. október sl.

Axel starfaði lengi vel fyrir skothreyfinguna að margvíslegum málefnum er varðar skotíþróttina. Axel var fyrsti formaður Skotsambandsins, við stofnun þess árið 1979. Hann fékk æðsta heiðursmerki Skotsambandsins fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Einnig var hann sæmdur gullmerki Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands.

Axel er eini íslendingurinn sem hafði A-réttindi í dómgæslu skotíþrótta og hafði m.a réttindi til að dæma á stærstu mótum á erlendri grund.

Axel keppti í skotíþróttum hér heima og erlendis á sínum yngri árum og starfaði í kjölfarið lengi vel við dómgæslu á hinum ýmsu skotmótum hér heima í fjölmörgum skotgreinum.

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar Axel Sölvasyni samstarfið á liðnum árum og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur sínar.

Útförin fer fram miðvikudaginn 30. október nk. í Lindakirkju Kópavogi kl 11:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 248

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing