Úlfar setti Íslandsmet í unglingaflokki Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. desember 2024 11:45

9lmot_3p_8des2024_islmetLandsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni um helgina. Í flokki unglinga sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti 585,9 stig (17x). Silfrið hlaut Karen Rós Valsdóttir úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 538,2 stig (5x).

Í opnum flokki fullorðinna sigraði Guðmundur Valdimarsson úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 607,7 stig (28x), í öðru sæti varð Leifur Bremnes einnig úr SÍ með 603,1 (5x) stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 601,3 stig (18x). Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1805,8 stig, A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1784,2 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1714,1 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button