Íslandsmót í Sport skammbyssu í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. apríl 2018 19:24

ivarragnars
2018sp60islm15apr2018sp012018sp022018sp032018sp042018sp05Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og 6 innri tíur, í öðru sæti Friðrik Goethe úr SFK með 551 stig og 5 innri tíur. Í þriðja sæti varð Þórður Ívarsson úr SA með 536 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppninni urðu A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs (SFK) með 1,620 stig, í öðru sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,520 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 1,475. Nánari úrslit eru á úrslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 12. apríl 2018 10:59

2018sportridlar15aprUm næstu helgi fara fram tvö Íslandsmót. Í Egilshöllinni verður Íslandsmótið í Sport skammbyssu  á sunnudaginn og í Kópavogi verður Íslandsmótið í Grófri skammbyssu á laugardaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í loftskammbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. apríl 2018 09:39

2018 islmap60allirÍslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Eitt Íslandsmet féll en Sigríður L. Þorgilsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar bætti metið í unglingaflokki en hún skoraði 465 stig og varð Íslandsmeistari unglinga. Í öðru sæti varð Sóley Þórðardóttir úr SA með 410 stig og í þriðja sæti varð Ingibjörg Y. Gunnarsdóttir úr SR.

Í karlaflokki varð Ásgeir Sigurgeirsson úr SR Íslandsmeistari með 572 stig, Ingvar Bremnes úr SÍ varð annar með 540 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 538 stig.

Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari með 554 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 529 stig og í þriðja sæti Kristína Sigurðardóttir úr SR með 523 stig.

Í liðakeppni karla varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs Íslandsmeistari með 1,538 stig, í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,529 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 1,381 stig.

Í kvennakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,538 stig, önnur varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,423 stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Skotfélags Akureyrar með 1,381 stig.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótin í loftbyssugreinunum um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 05. apríl 2018 22:26

2018 ap60islm7aprridlar2018 ar60islm8aprridlarÍslandsmótin í loftskammbyssu og loftriffli fara fram í Egilshöllinni um helgina. Loftskammbyssan er á laugardaginn og hefst fyrsti riðill kl.09:00, annar kl. 11:00 og þriðji kl.13:00. Loftriffilkeppnin er á sunndaginn og hefst fyrri riðillinn kl.10:00 og seinni kl.12:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Páskamót SR í Bench Rest á Skírdag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 31. mars 2018 10:21

2018paskamotbrriffill2018paskamotbrskor1232018paskamotbrskorblad2018 br paskamotPáskamót SR í Bench Rest á 100 og 200 metrum. Siguvegari varð Jóhannes F. Jóhannesson, annar varð Jón B. Kristjánsson og þriðji Bergur Arthúrsson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Páskamótið í Skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 31. mars 2018 10:09


2018siddipaskarFrábæru páskamóti var að ljúka rétt i þessu á Álfsnes. 17 keppendur mættu til leiks í blíðskapar veðri. Sigurður Unnar úr Skotfélagi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari á frábæru skori 74. Guðlaugur Bragi úr Skotfelagi Akureyrar var annar á 68 og Gummi Páls úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji einnig á 68.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 224

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing