Laugardagur, 15. febrúar 2025 18:56 |
Keflavík Open í Loftgreinum var haldið í dag í loftaðstöðu Skotdeildar Keflavíkur á Sunnubrautinni.
  
Keppt var í opnum flokki og í Loftskammbyssu sigraði Jórunn Harðardóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig, í örðu sæti var Ívar Ragnarsson frá Skotíþróttafélagi Kópavogs með 541 stig, í þriðja sæti var svo hún Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir frá Skotfélagi Snæfellsness með 539 stig.
Sveit Skotdeildar Keflavíkur sigraði liðakeppnina með 1580 stigum, í öðru sæti var svo A-sveit Skotíþróttafélag Kópavogs með 1567 stig og í því þriðja B-sveit Skotíþróttafélag Kópavogs með 1452 stig.
Í loftriffli sigraði einnig Jórunn Harðardóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur á 597.5 stigum, í öðru sæti var Íris Eva Einarsdóttir einnig frá Skotfélagi Reykjavíkur á 581.3 stigum, í þriðja sæti var Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir frá Skotfélagi Snæfellsness á 546.5 stigum. Unglingaflokkinn sigraði svo Sigurlína W. Magnúsdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur á 565.0 stigum en saman voru þær Sigurlína, Jórunn og Íris Eva með lið og skoruðu þær samanlagt 1743.8 stig sem er tæplega 10 stigum frá Íslandsmetinu.
Þetta var virkilega skemmtilegt mót og fór vel á keppendum í dag sem allir skemmtu sér vel. Við þökkum fyrir gott mót og samveruna í dag og sérstaklega þökkum við þeim sem héldu utan um mótið og sáu til þess að það færi fram. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|