Laugardagur, 08. júní 2024 19:05 |
Skotþing 2024 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Þingið var afar vel sótt en fulltrúar 11 héraðs- og íþróttabandalaga af 14 aðildarsamböndum mættu og þar af fulltrúar 14 skotfélaga af 18 sem eiga aðild að STÍ. Þingið gekk vel fyrir sig og mætti Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og færði þinginu kveðjur framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Halldór Axelsson formaður STÍ tók að sér störf þingforseta og fórst það vel úr hendi. Magnús Ragnarsson var kjörinn ritari þingsins. Guðmundur Kr. Gíslason gjaldkeri kynnti ársreikning STÍ og kom þar fram að fjárhagsstaða þess er góð. Hagnaður varð af rekstri ársins kr. 3,2 milljónir og er eiginfjárstaða þess jákvæð um tæpar 33 milljónir. Stjórn heiðraði Jón Þór Sigurðsson riffilskyttu fyrir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu í lok maí þar sem hann hlaut silfurverðlaun í einstaklingskeppninni í keppni með riffli á 50 metraum, s.k.prone.
Kosið var um tvö sæti í aðalstjórn STÍ en þrír voru í framboði. Alls voru atkvæði 46 talsins og skiptust þau þannig að Jórunn Harðardóttir fékk 43 stkvæði, Guðmundur Kr. Gíslason 40 atkvæði og Mörður Áslaugarson 9 atkvæði. Jórunn og Guðmundur eru því réttkjörin í stjórn til næstu tveggja ára. Einn var í framboði í varastjórn, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og er hún því sjálfkjörin. Stjórn STÍ er því þannig skipuð að Halldór Axelsson er formaður, aðrir í aðalstjórn ásamt Jórunni og Guðmundi eru Magnús Ragnarsson og Ómar Örn Jónsson og í varastjórn auk Aðalheiðar er Sigurður I. Jónsson.
|