Laugardagur, 23. desember 2023 15:58 |
Stjórn félagsins hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2023:
Í karlaflokki er Jón Valgeirsson f.1973 Skotíþróttakarl SR 2023.
Jón keppir í haglabyssugreininni Compak Sporting.
Á Grand Prix mótinu í Eistlandi varð hann í 14.sæti af 189 keppendum og á Grand Prix mótinu í Lettlandi varð hann í 29.sæti af 99 keppendum. Hann varð í 2.sæti á Íslandsmeistaramótinu í haglabyssugreininni Compak Sporting. Á Heimsmeistaramótinu í Grikklandi varð hann í 181.sæti af 524 keppendum. Hann er nú í sæti 105 á heimslista FITASC en á honum eru 2,143 keppendur.
Í kvennaflokki er Jórunn Harðardóttir f.1968 Skotíþróttakona SR 2023.
Jórunn keppir bæði í riffil- og skammbysgreinum.
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.
|
|
Fimmtudagur, 14. desember 2023 12:00 |
Um helgina fara fram tvö Landsmót STÍ í riffilgreinum.
Riðlaskiptingin er hérna: Laugardag 50m liggjandi og Sunnudag 50m Þrístaða
|
Sunnudagur, 10. desember 2023 12:42 |
Á landsmóti STÍ í Loftriffilkeppni í dag, sigraði Jórunn Harðardóttir með 588,9 stig, Guðmundur Helgi Christensen varð í öðru sæti með 581,3 stig og í þriðja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir með 575,0 stig. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
|
Sunnudagur, 10. desember 2023 10:23 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var af Skotíþróttafélagi Kópavogs í Digranesi í dag, laugardag, sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 557 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr SFK og Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð þriðji.
|
Mánudagur, 04. desember 2023 09:32 |
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Reykjanesbæ í dag, 11.nóv 2023
Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 565,6 stig, annar varð Leifur Bremnes úr SÍ með 518,1 stig og í þriðja sæti Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 435,4 stig.
Í loftskammbyssu sigraði Bjarki Sigfússon úr SFK með 547 stig, í öðru sæti varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 523 stig og í 3ja sæti Björgvin Sigurðsson úr SK með 515 stig. í flokki unglinga sigraði Adam Ingi Höybye Frankson úr SFK með 515 stig.
Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
Mánudagur, 04. desember 2023 09:02 |
Karl Kristinsson úr SR sigraði á fyrsta Landsmótinu í Sportskammbyssu á tímabilinu með 545 stig, Karol Forsztek úr SR varð annar með 540 stig og í þriðja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 510 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 8 af 291 |