|
Mánudagur, 23. júní 2025 10:12 |
|
Nú líður að lokum hreindýraprófanna, allir þurfa að hafa tekið prófið í síðasta lagi mánudaginn 30.júní !! Kíkið á próftímana hjá okkur hérna.
|
|
Mánudagur, 16. júní 2025 13:43 |
|
Af óviðráðanlegum ástæðum verður aðeins opið á riffilvellinum á Álfsnesi í dag kl. 16-21. Hreindýraprófdómari verður á svæðinu ef einhver vill taka próf í dag.
|
|
Sunnudagur, 15. júní 2025 20:05 |
|
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting var haldið á skotvöllum Skotfélags Akureyrar um helgina. Guðni Þorri Helgason úr SR sigraði með 182 stig, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar með 174 stig og í þriðja sæti hafnaði Gunnar Þór Þórarnarson með 172 stig eftir bráðabana við Theódór Þórólfsson sem einnig keppti fyrir SA. Nánar á www.sti.is
|
|
Miðvikudagur, 11. júní 2025 16:23 |
|
Opið verður á skotsvæðinu á Álfsnesi á morgun fimmtudaginn 12.júní kl.16-21.
 Prófdómari hreindýraprófa verður á staðnum og þarf því ekki að panta tíma. Nánar um fyrirkomulag hér til hliðar
|
|
Laugardagur, 17. maí 2025 14:37 |
|
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistarar urðu Jórunn Harðardóttir úr SR í kvennaflokki og Ívar Ragnarsson í karlaflokki. Nánar hérna.
|