Skotþing 2024 var haldið í Laugardalnum í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. júní 2024 19:05

stjorn sti 2024-2025Skotþing 2024 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Þingið var afar vel sótt en fulltrúar 11 héraðs- og íþróttabandalaga af 14 aðildarsamböndum mættu og þar af fulltrúar 14 skotfélaga af 18 sem eiga aðild að STÍ. Þingið gekk vel fyrir sig og mætti Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og færði þinginu kveðjur framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Halldór Axelsson formaður STÍ tók að sér störf þingforseta og fórst það vel úr hendi. Magnús Ragnarsson var kjörinn ritari þingsins. Guðmundur Kr. Gíslason gjaldkeri kynnti ársreikning STÍ og kom þar fram að fjárhagsstaða þess er góð. Hagnaður varð af rekstri ársins kr. 3,2 milljónir og er eiginfjárstaða þess jákvæð um tæpar 33 milljónir. Stjórn heiðraði Jón Þór Sigurðsson riffilskyttu fyrir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu í lok maí þar sem hann hlaut silfurverðlaun í einstaklingskeppninni í keppni með riffli á 50 metraum, s.k.prone.

Kosið var um tvö sæti í aðalstjórn STÍ en þrír voru í framboði. Alls voru atkvæði 46 talsins og skiptust þau þannig að Jórunn Harðardóttir fékk 43 stkvæði, Guðmundur Kr. Gíslason 40 atkvæði og Mörður Áslaugarson 9 atkvæði. Jórunn og Guðmundur eru því réttkjörin í stjórn til næstu tveggja ára. Einn var í framboði í varastjórn, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og er hún því sjálfkjörin. Stjórn STÍ er því þannig skipuð að Halldór Axelsson er formaður, aðrir í aðalstjórn ásamt Jórunni og Guðmundi eru Magnús Ragnarsson og Ómar Örn Jónsson og í varastjórn auk Aðalheiðar er Sigurður I. Jónsson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Valgeirsson keppti í Danmörku Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. júní 2024 18:55

jonvalgeirssonportrJón Valgeirsson úr SR keppti á Danska Compak Sporting mótinu um helgina. Hann stóð sig fjandi vel og hafnaði að lokum í 38.sæti af 197 keppendum. Skorið var 180 stig (22 22 23 25 22 20 22 24)

AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur félagsins í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 23. maí 2024 11:32

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilshöllinni miðvikudaginn 12.júní kl.18:00. Á dagskrá eru venjuleg aðallfundarstörf.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótin í Frjálsri og Staðlaðri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 30. apríl 2024 21:53

2024 standardislmot4maisr2024 fribyssaismot5maisrÍslandsmótin i Frjálsri skammbyssu og Staðlaðri skammbyssu fara fram í Egilshöllinni um næstu helgi. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni með því að smella á tenglana við greinarnar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Sport skammbyssu í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 26. apríl 2024 11:52

2024 sportislmot27aprsrÍslandsmótið í Sport skammbyssu fer fram Í Egilshöllinni á laugardaginn. Keppt er í tveimur riðlum, sem hefjast kl.10:00 og 11:30. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmetin féllu í riffilkeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. apríl 2024 18:42

2024 islmeist3p unglinga_img_6584Íslandsmeistaramótið í riffilgreininni 50m Þrístaða fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR á nýju Íslandsmeti, 545 stig. Í öðru sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 520 stig og í þriðja sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 487 stig. Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið einnig á nýju Íslandsmeti, 445 stig. Í karlaflokki sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 541 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 523 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr SÍ með 507 stig. A-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar vann liðakeppnina með 1480 stig en sveit Skotfélags Reykjavíkur hlaut silfrið með 1429 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ 

Og svo eru myndir frá mótinu hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 4 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing