Friðrik sigraði á landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. febrúar 2024 16:05

Landsmót STÍ í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Friðrik Goethe úr SFK sigraði með 553 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 552 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 551 stig.  Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sportskammbyssa í Egilshöll á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 02. febrúar 2024 07:39

2024 sportlmot3febsrLandsmót STÍ í Sportskammbyssu á 25 metra færi fer fram í Egilshöll á laugardaginn. Keppt verður í tveimur riðlum og hefjast þeir kl. 9 og 10:30.

Fylgjast má með skorinu í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG2024 í Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 24. janúar 2024 18:05


rig logo litSkotfimi á Reykjavíkurleikunum 2024 fer fram í Egilshöllinni um helgina. Á laugardeginum er keppt í Loftskammbyssu og í Loftriffli á sunnudeginum.  Á laugardeginum eru tveir riðlar með alls 29 keppendum kl. 9 og 11, og svo final-úrslit í beinu framhaldi um kl.13. Á sunnudaginn er einn riðill með 10 keppendum kl.9 og svo final-úrslit um kl.11

Riðlaskiptingin er hérna í Loftskammbyssu og hér í Loftriffli

Fylgjast má með skorinu í beinni hérna.

Fréttin verður uppfærð....

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Þjálfaramenntun ÍSÍ í fjarnámi hefst 5.febrúar Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 22. janúar 2024 12:33

isi-logo_2024Vorfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 5. febrúar nk og verður í boði að taka 1. og 2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ.  Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur.

Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Skráning á Abler: www.abler.io/shop/isi
Skráningarfrestur til 4. febrúar!

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Jórunn Skotíþróttakona ársins 2023 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 05. janúar 2024 07:55

sti itrmarsins2013b jorjontorStjórn STÍ hefur valið Skotíþróttafólk ársins 2023 og hlaut formaður félagsins hnossið. Þetta segir í umsögninni: 

Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (55 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.

Í karlaflokki var það riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson sem hlaut titilinn.

Þau fengu afhentar viðurkenningar sínar í kvöld. Það var gert samhliða vali á Íþróttamanni Ársins í hófi sem ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa árlega fyrir. Var það haldið að þessu sinni á Hilton Nordica.

AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðilega hátíð Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. desember 2023 14:43

jola santa-with-gunSkotfélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi skotári.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing