Fyrstu haglamót tímabilsins í Hafnarfirði í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 13. maí 2018 20:25

Tvö Landsmót STÍ fóru fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 52 stig (109), annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 44 stig (105) og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotfélagi Akureyrar með 32 stig (105).

Í liðakeppni karla sigraði Sveit SFS með 271 stig (Hákon Þ.Svavarsson,Aðalsteinn Svavarsson,Snorri Valsson), sveit SA (Guðlaugur Bragi Magnússon,Grétar Mar Axelsson,Daníel Logi Heiðarsson) varð önnur með 262 stig og sveit SR (Sigurður Unnar Hauksson,Guðmundur Pálsson,Daníel Hrafn Stefánsson) í þriðja sæti með 236 stig.

Sjá má nánar um skor manna á úrslitasíðu STÍ. Einn keppandi mætti í unglingaflokki og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar en skor hans var 64 dúfur.

 

Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 28 stig og 73 stig í undankeppninni, sem er nýtt Íslandsmet þar sem konur skjóta nú eftir nýjum reglum og skjóta því á 125 dúfur einsog karlarnir. Í öðru sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 24 stig (67) og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 15 stig (43).

Í sveitakeppni kvenna var ein sveit skráð til leiks en hana skipuðu þær Dagný og Þórey ásamt Evu Ósk Skaftadóttur. Þær náðu 158 stigum og er það jafnframt nýtt Íslandsmet.

 

Í Norrænu trappi sigraði Stefán Kristjánsson úr SÍH með 125 stig, annar varð Kristinn Gísli Guðmundsson úr SÍH með 108 stig og í þriðja sæti Ásbjörn Sírnir Arnarson úr SÍH með 82 stig.

Ein sveit var skráð til leiks en hana skipuðu þeir Stefán og Kristinn Gísli ásamt Kristni Tryggva Gunnarssyni og náðu þeir 268 stigum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 13. maí 2018 15:06

2018fpislm1232018fpislmlidsr2018fpislmallirÍslandsmótið í Frjálsri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 549 stig, í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 512 stig og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 482 stig.

A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari liða með 1,502 stig en sveitina skipuðu þau Jórunn og Ásgeir ásamt Guðmundi Kr. Gíslasyni (441). B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með þá Engilbert Runólfsson og Þorstein Bjarnarson innaborðs. Nánari úrslit má nálgast á heimasíðu Skotíþróttasambands Íslands, www.sti.is 

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Viktoríu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. maí 2018 14:49

2018 ap60 christmot gkg_10572018 ar60christmot gkg_10762018ap60christmot2018ar60christmot2018christmotallirHið árlega Christensen-mót fór fram í Egilshöllinni í dag. Keppt er í opnum flokkum óháð kyni og aldri. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 591,2 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 579,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Viktoría Bjarnarson úr SR með 575,5 stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet Unglinga. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 568 stif, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 550 stig og í þriðja sæti Ingvi Eðvarðsson úr SK með 526 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Mót í Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 09. maí 2018 19:00

2018fpislmridlar
2018christmotridlarHérna koma riðlar mótanna um helgina. Á laugardaginn er það loftskammbyssa og loftriffill á Christensenmótinu. Á sunnudaginn Íslandsmótið í frjálsri skammbyssu. Keppnsiæfing fyrir Christensenmótið milli kl.17-19 á föstudag

AddThis Social Bookmark Button
 
Sumarlokun í Egilshöll frá 9.maí Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 08. maí 2018 23:05

Vetrarstarfinu í Egilshöllinni er nú að ljúka og er síðasti opnunardagur miðvikudagurinn 9.maí. Við opnum svo aftur í byrjun október.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn setti Íslandsmet í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. maí 2018 19:39

2018 3x40all2018 3x40ghelgi2018 3x40jorunn2018 3x40islmot6maiurslit2018 3x40sfk2018 3x40sikarla2018 3x40123kvÍslandsmótið í Þrístöðuriffli 3x40skot fór fram í Egilshöllinni í dag. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1,081 stig og varð Íslandsmeistari, Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð önnur með 1,043 stig og Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð í 3ja sæti með 975 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 2,874 stig en sveitina skipuðu þær Bára og Guðrún ásamt Margréti L. Alfreðsdóttur.

Í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 1,076 stig, Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 1,017 stig og þriðji varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 967 stig. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 2,827 stig en sveitina skipuðu þeir Valur Richter, Leifur Bremnes og Ívar M. Valsson. Eins voru krýndir Íslandmeistarar í hverjum flokki en nánar má sjá úrslitin á úrtslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 5 af 224

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing