Reykjavíkurleikarnir 2026 24.-25.janúar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 25. janúar 2026 20:48

Jórunn sigraði í loftskammbyssu

Keppni í loftskammbyssu er nú lokið á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni. Í opnum flokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 224,1 stig  eftir mjög tvísýna keppni við Maríu Lagou úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 220,5 stig, sem hlaut silfrið. Í þriðja sæti varð Björgvin Sigurðsson úr Skotdeild Keflavíkur. Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í unglingaflokki. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,611 stig (19x), A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,596 stig (23x) og í þriðja sæti sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1,554 stig (14x).

Sigurlína með Íslandsmet á RIG í dag.

Keppni í loftriffli er nú lokið á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni. Í opnum flokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 232,8 stig  eftir harða keppni við Írisi Evu Einarsdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 227,4 stig, sem hlaut silfrið. Í þriðja sæti varð Sigurlína Wium Magnúsdóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur, en hún sigraði einnig unglingaflokkinn en Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut silfrið. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,639 stig (44x), B-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,533 stig (26x) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Ísafjarðar með 1,048 stig (23x). Þór Þórhallsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs hlaut svo gullið í flokki fatlaðra. Árangur Sigurlínar í úrslitunum er nýtt Íslandsmet unglinga.

Sveit Skotfélags Reykjavíkur vann parakeppnina á RIG í dag

Keppt var í parakeppni með loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í dag. Pörin skjóta 30 skotum hvort og hafa til þess 40 mínútur. Lið Skotfélags Reykjavíkur skipað Jórunni Harðardóttur og Magna Mortensen sigraði með 523 stig. Í öðru sæti varð A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs en það skipuðu Adam Ingi H.Franksson og Tatjana Jastsuk, með 519 stig og í þriðja sæti varð B-sveit Kópavogs, Guðni Sigurbjarnarson og Maria Lagou, með 485 stig..Árangur Skotfélags Reykjavíkur er nýtt Íslandsmet í parakeppni (Mixed Team).

AddThis Social Bookmark Button