Föstudagur, 05. júlí 2013 19:05 |
 Ellert Aðalsteinsson úr SR sigraði í haglabyssugreininni SKEET á Landsmóti UMFÍ í dag. Í þriðja sæti varð annar SR-ingur, Stefán Gísli Örlygsson og Karl F.Karlsson varð í tíunda sæti. Þeir kepptu allir fyrir ÍBR, Íþróttabandalag Reykjavíkur og höluðu inn 19 stigum í liðakeppninni. Nánari úrslit hér til hliðar. Keppni í enskum riffli, sem halda átti á morgun, hefur verið flutt til Kópavogs vegna veðurs og hefst kl.10:00 í Digranesi. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á heimasíðu Skotfélags Kópavogs.
|