Miðvikudagur, 30. apríl 2014 14:48 |
 Um helgina 2.-4.maí 2014 fer fram í Frakklandi landsliðsvalsmót Franska skotsambandsins. Á mótinu keppa tveir félagsmenn okkar, Sigurður Unnar Hauksson og Ellert Aðalsteinsson. Þeir eru núna í æfingabúðum á Spáni en fljúga yfir til Frakklands á morgun. Á mótinu keppa meðal annars Juan Jose Aramburu frá Spáni, Heikki Meriluoto og Marjut Heinonen frá Finnlandi, ásamt Anthony Terras og öllum hinum Frökkunum.
|