Carl Johan Eiríksson er látinn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 24. júní 2020 20:02

cjebikarCarl J. Eiríksson lést 12. júní sl.

Carl var fæddur 29. desember 1929.

Carl var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma og keppti lengst af fyrir Skotfélag Reykjavíkur og síðar Skotfélagið Baldur.

Hann keppti í 60skota liggjandi riffli cal.22 greininni lengst af. Einnig tók hann þátt í skammbyssugreinum ýmiskonar og í þríþraut í riffilgreininni, svo eitthvað sé nefnt.

Carl átti fjölmörg Íslandsmet í skotgreinum og vann til fjölda Íslandsmeistara titla.

Carl keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, í riffilgreininni 60skot liggjandi.

Eins tók hann þátt í fjölmörgum keppnum á erlendri grundu í gegnum tíðina.

AddThis Social Bookmark Button