Fimmtudagur, 18. mars 2021 09:13 |
Hér eru nokkur lykilatriði sem íþróttamenn okkar verða að fylgja samkvæmt nýja starfsleyfinu :
- Haglaskot með blýhöglum eru bönnuð
- Æfingar eru leyfðar á mánudögum til fimmtudaga kl. 10-19
- Æfingar eru leyfðar á laugardögum kl. 10-16
- Æfingar eru ekki leyfðar á föstudögum og sunnudögum
- Æfingar eru bannaðar á: Aðfangadag eftir kl. 12, Jóladag, Nýársdag, Föstudaginn langa, Páskadag og annan í Páskum.
- Einungis er leyft að halda fjögur mót á ári en þá má hafa opið á föstudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 10-19 en við þurfum að tilkynna þau með 14 daga fyrirvara til Heilbrigðiseftirlits.
Það er öldungis óvíst hvernig tekst að halda starfseminni gangandi undir þessum nýju kvöðum og mun það skýrast á næstu vikum.
Nú þegar eru tveim helgum ráðstafað undir mótahald samkvæmt mótaskrá Skotíþróttasambands Íslands, Landsmót í haglabyssugreininni SKEET dagana 11. til 13. Júní og 3. - 5. september er Íslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest og Opna Reykjavíkurmeistaramótið í SKEET (SR OPEN)
|