50. Þing ÍBR fór fram í dag.
62 fulltrúar mættu frá 26 aðildar félögum í Reykjavík á 50. Þing ÍBR.
Fjölmargar tillögur voru lagðar fyrir á þinginu og mikil umræða skapaðist meðal annars um siðamál og rafíþróttir.
Þingið samþykkti að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR og starfi innan vébanda þess, líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. ÍBR verði falið að móta stefnu um hvernig þetta geti orðið og hvernig þetta verði fjármagnað
Kosið var í stjórn ÍBR, þar sem Ingvar Sverrisson gegnir áfram hlutverki formanns ÍBR
Í stjórn sitja:
- Gígja Gunnarsdóttir
- Lilja Sigurðardóttir
- Viggó Viggósson
- Guðrún Ósk Jakobsdóttir
- Margrét Valdimarsdóttir
- Björn M. Björgvinsson
Varamenn:
- Haukur Þór Haraldsson
- Brynjar Jóhannesson
Ingvar Sverrisson formaður ÍBR talaði um siðamál og rekstrarmál íþróttafélaga í ræðu sinni.
"Við sem íþróttahreyfing þurfum að standa saman og vinna saman að því að laga hjá okkur ferla og uppræta allt ofbeldi, við fordæmum allt ofbeldi! Við þöggum ekki niður raddir þolenda og erum tilbúin til þess að gera betur."
ÍBR og ÍTR afhentu Reykvískum Ólympíuförum viðurkenningu fyrir þátttöku sína á Ólympíuleikunum 2021. Íþrótamennirnir fjórir fengu 750.000 krónur í sinn hlut.
Nánar á ÍBR síðunni.ÂÂ https://www.ibr.is/frettir/50.thing
|