Fimmtudagur, 05. janúar 2023 14:26 |
Samkvæmt tölfræði ÍSÍ vegna ársins 2021 er Skotíþróttasamband Íslands í sjöunda sæti yfir fjölmennustu sérsambönd innan ÍSÍ, með 5.614 (4%) skráða iðkendur af alls 139.207 iðkendum. HSí er með 7.356 (5%), KKÍ 8.119 (6%), LH 12.151 (9%), FSÍ 14.264 (10%), GSÍ 23.149 (17%) og KSÍ 28.285 (20%).
Í Reykjavík eru iðkendur skotíþrótta alls 1.431 (3.4%) en alls eru 42.356 iðkendur skráðir í öllum íþróttagreinum þar
Athyglisvert er að það póstnúmer sem hefur hlutfallslega flesta iðkendur í skotíþróttum innan Reykjavíkur er 116, Kjalarnes en þar eru iðkendur alls 168 og þar af í skotfimi 19 manns eða 12% af íþróttaiðkendum, aðeins knattspyrnan er fjölmennari með 30 iðkendur eða 18% af heildinni.Â
|