Föstudagur, 05. janúar 2024 07:55 |
Stjórn STÍ hefur valið Skotíþróttafólk ársins 2023 og hlaut formaður félagsins hnossið. Þetta segir í umsögninni:Â
Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (55 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.
Í karlaflokki var það riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson sem hlaut titilinn.
Þau fengu afhentar viðurkenningar sínar í kvöld. Það var gert samhliða vali á Íþróttamanni Ársins í hófi sem ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa árlega fyrir. Var það haldið að þessu sinni á Hilton Nordica.
|