Þriðjudagur, 06. janúar 2009 15:05 |
Örn Valdimarsson, landsliðsmaður í Skeet-haglabyssu hefur gengið frá flutningi á keppnisrétti sínum yfir til Skotfélags Reykjavíkur og mun því keppa fyrir okkar félag héðan í frá. Örn var keppnismaður okkar þar til við urðum að loka gamla svæðinu okkar uppí Leirdal. Bjóðum við Örn velkominn á gamlar slóðir.
|