Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri um helgina Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 10. mars 2015 09:33

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst  verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins,  Eyrarbraut 49  Stokkseyri.
Skotvopn og munir frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni formanni Skotvís verða kynnt og tekin til sýningar en báðir eru þeir látnir.
Lesa má um þessa landsþekktu veiðimenn á heimasíðu Veiðisafnsins  http://veidisafnid.is/veidimenn
Einnig verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar.
Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og verður með mikið úrval af hnífum og byssum til sýnis, einnig verður Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari með kynningu á sínum verkum, má þar nefna útskorin riffilskepti og fl.
http://icelandicknives.com
http://stefan.123.is
http://www.vesturrost.is
http://veidisafnid.is
Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1500 fl. og 750 kr. börn 6-12 ára.

AddThis Social Bookmark Button