Fimmtudagur, 05. janúar 2012 22:07 |
Skotíþróttamönnum var veitt viðurkenning í kvöld. Í hófi Félags Íþróttafréttamanna og Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands, sem haldið var á Grand Hótel í kvöld, var skotíþróttamönnum ársins veitt viðurkenning. Skotíþróttakona ársins er Jórunn Harðardóttir og skotíþróttakarl ársins er Ásgeir Sigurgeirsson. Faðir hans tók við fyrir hans hönd og er hér á myndinni með Jórunni. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með valið. /gkg
|