Tvö Íslandsmet á Íslandsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 01. maí 2016 16:22

2016tritrautislmot1maiurslit2016islmtritrautlidsrkvGuðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 50 metra Þrístöðu riffli í dag en hann skoraði 1,107 stig í 3x40 skotum. Í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 1,007 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 896 stig. Í kvennaflokki þar sem skotin eru 3x20 skot varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 522 stig, önnur varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 507 stig og í þriðja sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 497 stig. Í liðakeppni karla mætti aðeins ein sveit til leiks, sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar en hana skipuðu Valur Richter, Leifur Bremnes og Ívar Valsson en skorið var 2,644 stig. ÂÂ Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti, 1320 stig. Sveitina skipuðu Jórunn Harðardóttir, Íris Eva Einarsdóttir og Dagný H. Hinriksdóttir. Í öðru sæti var sveit Skotíþróttafélags Kópavogs skipuð Báru Einarsdóttur, Margréti L. Alfreðsdóttur og Guðrúnu Hafberg. Á Íslandsmeistaramótum er jafnframt keppt um Íslansmeistaratitil í flokkum og urðu þessir meistarar: Guðmundur H.Christensen í Meistaraflokki,Theódór Kjartansson í 3.flokki og Valur Richter í 0.flokki. Í kvennaflokki: Jórunn Harðardóttir í 2.flokki, Íris Eva Einarsdóttir í 3.flokki og Guðrún Hafberg í 0.flokki.

AddThis Social Bookmark Button