SR-ingar á sigurbraut í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. janúar 2017 18:12

2017fb123jan142017fbsralidjan142017fbsfkalidjan142017fri14janLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í Frjálsri skammbyssu fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi í dag, laugardaginn 14. janúar og varð það Skotíþróttafélag Kópavogs sem hélt mótið.
Ásgeir Sigurgeirsson Skotfélagi Reykjavíkur var í nokkrum sérflokki og sigraði í mótinu með yfirburðum en skor hans var 553 stig sem var 12 stigum frá Íslandsmeti hans sem hann sett í Munchen 18. júní 2011 og jafnaði aftur 11 apríl 2015.
Jórunn Harðardóttir, einnig úr SR, náði öðru sætinu með 501 stigum og Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs, hreppti þriðja sætið með 490 stig.
.
Í liðakeppninni sigraði A lið SR með 1509 stigum en sveitina skipuðu þau Ásgeir, Jórunn auk Jóns Árna Þórissonar. A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs hreppti annað sætið með 1340 stig. Sveit SFK skipuðu Thomas Viderö, Guðmundur Ævar Guðmundsson og Guðrún Hafberg.
Myndir og texti: JAK

AddThis Social Bookmark Button