Skotkeppnin á RIG í Egilshöllinni Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. febrúar 2018 11:32

2018rigurslitap60a2018rigurslitar60r2018rigviktoria2018rigar601232018riggudmhelgichristensen2018rigingibjorgylfagunnarsdottir02web2018rigloftriffill123mrifflaweb2018rigloftriffill123web2018rigloftskammbyssa123web2018rigloftundankeppninSkotíþróttakeppni RIG-Reykjavíkurleikanna fer fram í Egilshöllinni í dag. Í loftskammbyssu setti Jórunn Harðardóttir nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 557 stig og Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir, 374 stig, í unglingaflokki kvenna, en breyting varð á reglum Alþjóða skotíþróttasambandsins ISSF í kvennakeppninni frá áramótum þannig að konur skjóta nú jafnmörgum skotum og karlar, 60 alls. Úrslitin hefjast kl.15:00 í dag.

Í loftriffli setti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í kvennaflokki , 604,9 stig og Viktoría Erla Þ. Bjarnarson, 562,3 stig í unglingaflokki kvenna. Úrslitin hefjast kl.16:15.

Úrslit mótsins liggja nú fyrir og sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR í loftrifflinum með 239,7 stig sem er nýtt Íslandsmet kvenna í final, í öðru sæti hafnaði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 223,9 stig og í þriðja sæti varð Helgi S. Jónsson úr Skotdeild Keflavíkur með 198,9 stig.

Í loftskammbyssu sigraði Jórunn einnig með 219,0 sem einnig er nýtt Íslandsmet í final, í öðru sæti varð Elías M. Kristjánsson úr Skotfélagi Akranes með 207,5 stig og þriðji varð Karl Kristinsson úr SR með 188,7 stig.

Í lok móts valdi mótsstjórn skotkonu mótsins Jórunni Harðardóttur og skotkarl Guðmund Helga Christensen.

AddThis Social Bookmark Button