Laugardagur, 18. apríl 2009 08:30 |
Íslandsmótið í Loftskammbyssu og Loftriffli fer fram í Egilshöllinni í dag. Mótið hefst kl.10 og verður keppt í 3 riðlum, kl.10, 12 og 14. Úrslit hefjast um kl. 16:00 og taka um 1 klst og ætti því verðlaunaafhending að vera kl. 17. Keppendur eru 34, sem gerir þetta að fjölmennasta Íslandsmótinu frá upphafi.
|