Laugardagur, 02. febrúar 2019 15:05 |
Keppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum 2019 hófst í dag. Keppt var í blönduðum flokki í loftskammbyssu. Í undankeppninni varð Ásgeir Sigurgeirsson efstur með 586 stig, önnur var Jórunn Harðardóttir með 555 stig og Kristína Sigurðardóttir í þriðja sæti með 525 stig. Í úrslitakeppninni hafði Ásgeir sigur með 237,8 stig, Kristína tók silfrið með 227,0 stig og Jórunn varð þriðja með 200,6 stig. Árangur Kristínar er jafnframt nýtt Íslandsmet í kvennaflokki.
|