Dagný bætti Íslandsmet og Pétur jafnaði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. september 2019 20:21

2019 sropen lokaurslitgkg_6211sropenfinalbgkg_6294sropen2019finalaÁ Reykjavik Open í haglabyssugreininni Skeet, féll eitt Íslandsmet og annað var jafnað. Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti fyrra met um eitt stig og endaði með 44 stig (88). Hún sigraði í B-keppninni, annar varð Vignir Jón Vignisson með 39 stig (84) og í þriðja sæti varð Þórey Inga Helgadóttir með 30 stig (91) en hún varð jafnframt Reykjavíkurmeistari 2019 með árangri sínum í undankeppninni. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði Íslandsmetið í undakeppninni með því að ná 121 stigi af 125 mögulegum. Sá árangur tryggði honum Reykjavíkurmeistaratitil karla. Hann hafnaði að lokum í öðru sæti í final með 53 stig en Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar sigraði með 54 stig (115) og Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 42 stig (110).

AddThis Social Bookmark Button