Laugardagur, 27. desember 2008 18:03 |
Kópavogsmótið í loftbyssugreinunum var haldið í aðstöðu Skotfélags Kópavogs í Digranesi í dag. Keppnismenn
okkar þeir Ásgeir Sigurgeirsson og Guðmundur Kr. Gíslason urðu í 1. og 2.sæti í loftskammbyssu karla, Guðmundur H. Christensen og Þorleifur M. Magnússon urðu í 1. og 2.sæti í loftriffli karla, og síðan sigraði Jórunn Harðardóttir í loftskammbyssu og loftriffli kvenna. Skoða má úrsitin nánar á heimasíðu Skotíþróttasambands Íslands, www.sti.is og eins er þar slóð nokkrar myndir líka.
|