Fimmtudagur, 05. mars 2009 09:47 |
Þann 10.febrúar s.l. sendum við bréf til Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
þar sem óskað var eftir auknum möguleika á opnunartíma, aðallega í þá veru að fá að hafa opið báða helgardagana. Við erum jú frístundafélag og flestir okkar félagsmanna eru við störf virka daga en eiga frí um helgar. Þessu var hafnað með bréfi frá Reykjavíkurborg dags. 24.febrúar þar sem segir að Heilbrigðiseftirlitið geti ekki samþykkt þessa ósk okkar um aukinn opnunartíma, umfram þann tíma sem um getur í gildandi starfsleyfi okkar. Það er því ljóst að ekki verður um það að ræða að svæðið í Álfsnesi verði opið báða helgardagana á næstunni.
|