Enn dregst opnun skotsvæðisins á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. júní 2024 09:36

alfsnes allirEnn dregst ferlið við væntanlega opnun skotsvæðisins á Álfsnesi. Aðalskipulagið var til afgreiðslu í Borgarráð en þar var einn á móti afgreiðslu, þannig að þetta þurfti að fara fyrir borgarstjórn. Næsti fundur borgarstjórnar er 11. júní nk. Þaðan á þetta eftir að fara fyrir Skipulagsstofnun til afgreiðslu og þá fyrst er hægt að leggja inn umsókn um starfsleyfi. Sumarið er því miður ónýtt hjá okkur. Ótrúlegt sinnuleysi borgarfulltrúa og þjónkunn við ímyndaða hagsmuni eins og sjá mátti af mætingu og umræðu á íbúafundinum nú um daginn. Bókanirnar við afgreiðslu málsins í borgarráði lýsa því best. Lesa má fundargerð Borgarráðs 23.maí hérna

AddThis Social Bookmark Button