Mánudagur, 26. janúar 2009 21:45 |
Stjórn Skotíþróttasambandsins hefur kynnt til sögunnar mini-skeet
á nýju mótaskránni fyrir sumarið 2009, 75 dúfu Skeet landsmót. Þetta er sami fjöldi og er í kvennagreininni. Er þar verið að koma til móts við gríðarlegar hækkanir á aðföngum til þeirrar greinar, skotum og leirdúfum. Staða Evrunnar kemur þar aðallega við sögu. Nánar má lesa um þetta á heimasíðu sambandsins. Þar eru einnig settar fram flokkareglur vegna breytingarinnar. Þetta gerir mögulegt að halda aftur af hækkunum mótagjalda vegna fækkunar á dúfum úr 125 í 75 og eins verður hægt að halda mótin á einum degi miðað við venjulegan keppendafjölda.
|