Fréttir 2006 Skoða sem PDF skjal
31. des. 06.  Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar félagsfólki og velunnurum félagsins samstarfið á liðnu ári, með ósk um farsælt nýtt ár !

Skotsvæðið á Álfsnesi :  Á nýju ári verður nýtt skotsvæði tekið í notkun á Álfsnesi, en félagsmenn hafa mátt búa við aðstöðuleysi til æfinga í rúmlega sex ár. Sex ára aðstöðuleysi er langur tími fyrir íþróttaflélag og íþróttafólk sem stefnir að árangri í íþróttum. Uppbygging skotíþróttarinnar á gamla svæði félagsins í Leirdal var í góðum farvegi og árangur skotmanna í mikilli framför þegar því var lokað árið 2000.  Til marks um það tók Alfreð Karl Alfreðsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, þátt á Ólympíuleikunum í Sydney í haglabyssugreininni Skeet sama ár. Síðan hafa æfingar félagsmanna legið að mestu niðri og framför í skotíþróttum í Reykjavík verið í samræmi við það.

Mikil vinna og tími stjórnar hefur farið í að fá tilveru félagsins og skotíþróttarinnar í Reykjavík viðurkendar af borgaryfirvöldum. Reiknað hafði verið með að félagið fengi nýtt svæði í stað svæðisins í Leirdal sama ár eða árið eftir að því gamla yrði lokað, en ekki var skilningur fyrir því hjá þáverandi borgaryfirvöldum. Það hefur verið mikil vonbrigði hjá félagsmönnum og því skotíþróttafólki í Reykjavík, sem fjárfesti í búnaði til æfniga og í þjálfun á sínum tíma, hvað það hefur tekið langan tíma fyrir borgaryfirvöld að flytja starfsemi félagsins á nýtt svæði. Félagið hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna tekjutaps af aðstöðuleysinu, en tjónið sem skotíþróttin í Reykjavík og skotíþróttafólkið hefur orðið fyrir vegna aðstöðuleysi síðustu sex ára verður seint bætt.

Félagið hafði æfingasvæðið í Leirdal til afnota frá árinu 1950 þar til það var tekið undir íbúðarbyggð árið 2000. Miklar breytingar hafa orðið í stjórnkerfi borgarinnar síðustu misseri og aðkoma þeirra sem síðar tóku við verkefninu, að flytja aðstöðu félagsins á nýtt svæði, verið til fyrirmyndar. Þrautseigja og þolimæði stjórnar og félagsmanna ásamt aðkomu nýrra manna í stjórnkerfi borgarinnar, hefur skilað félaginu nýju svæði á Álfsnesi fyrir skotíþróttir, sem er löglegt til keppnishalds á alþjóðamótum.

Með hækkandi sól á nýju ári hefst nýtt tímabil fyrir þá sem þurfa á skotæfinga-aðstöðu að halda í Reykjavík. Með opnun svæðisins á Álfsnesi opnast einskonar þjónustumiðstöð fyrir alla þá sem stunda skotíþróttir og skotfimi hverskonar. Á svæðinu verður einnig æfingaraðstaða fyrir skotveiðimenn og síðast en ekki síst aðstaða fyrir þá sem stunda skotfimi sem tómstundarsprort. Síðar er stefnt að því að haldin verði alþjóðaskotmót á svæðinu, s.s. skotgreinar á Smáþjóðaleikum, Norðurlandamót í haglagreinum, Bench-Rest riffilkeppnir osfv. Mikil vinna er framundan í félaginu við að koma starfsemini í gang eftir rúmlega sex ára hlé. Nú er meira áríðandi en oft áður að félagsmenn og aðrir þeir, sem áhuga hafa á skotfimi ýmiskonar, leggist á árar með félaginu til að koma starfinu og íþróttinni í gang á ný.

Inniaðstaðan í Egilshöll : Stjórn félagsins vill minna á starfið í inniaðstöðunni í Egilshöll. Þar eru stundaðar ýmsar greinar skotíþrótta yfir vetrarmánuðina og er þar einnig aðstaða fyrir þá sem vilja stunda skotfimi sem tómstundarsport.

Starfsemi félagsins er í fullum gangi í Egilshöll og eru æfingar alla virka daga frá kl. 19:00 til 21:00 nema föstudaga. Æfingar eru einnig á laugardögum frá kl. 09:00 til 11:00. Sérstakir byrjendatímar eru á fimmtudögum kl: 19:00 - 20:00. en fyrstu æfingar byrjenda eru ávallt með loftriffli. Í Egilshöll er hægt að æfa með loftbyssum á 10 metra brautum og .22 cal rifflum á 50 metra brautum. Allir eru velkomnir í æfinga-aðstöðu félagsins í Egilshöll, hvort sem fólk er skráð sem félagi í SR eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga sérstakan markriffil til að stunda æfingar með rifflum í Egilshöll, allir sem eiga þessa "venjulegu" .22 cal riffla eru velkomnir á æfingar. Einnig leigir félagið loftbyssur til afnota fyrir byrjendur og skot eru seld á staðnum. Stjórn félagsins hvetur alla þá sem áhuga hafa á skotfimi hverskonar á koma í heimsókn í Egilshöll og kynna sér starfsemina.

29. des. 06.  Framkvæmdir við skotsvæðið þokast áfram.
Veðurfar hefur tafið fyrir verktökum, en framkvæmdir ganga vel að öðru leiti.
Nokkrar myndir frá Álfsnesi í dag, en verið er að vinna við að mála klæðninguna á riffilhúsið og búið er að slétta bílaplan við félagsheimilið. Vinna við haglavelli liggur niðri fram yfir áramótin.

25. des. 06.  Gleðileg Jól !
Stjórn félagsins óskar félagsmönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.

9.des. 06.  Landsmót STÍ í Loftbyssu - greinum var haldið í Egilshöll í dag.
Úrslit mótsins

7. des. 06.  Álfsnes í dag !
Vinna við smíði skotskýli félagsins gengur vel eins og sjá má af myndunum sem teknar voru á Álfsnesi í morgun.

25. nóv. 06.  Skotfélag Reykjavíkur á fullri ferð !
Starfsemi félagsins er í fullum gangi í Egilshöll. Æfingar eru alla virka daga frá kl. 19:00 til 21:00 nema föstudaga. Æfingar eru einnig á laugardögum frá kl. 09:00 til 11:00.
Sérstakir byrjendatímar eru á fimmtudögum kl: 19:00 - 20:00. Fyrstu æfingar byrjenda eru ávallt með loftriffli. Í Egilshöll er hægt að æfa með loftbyssum á 10 metra brautum og .22 cal rifflum á 50 metra brautum. Allir eru velkomnir í æfingaraðstöðu félagsins í Egilshöll, hvort sem fólk er skráð sem félagsmaður í SR eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga sérstakan markriffil til að stunda æfingar með rifflum í Egilshöll, allir sem eiga þessa "venjulegu" .22 cal riffla eru velkomnir á æfingar. Einnig hefur félagið loftbyssur til afnota fyrir byrjendur og skot eru seld á staðnum.  Stjórn félagsins hvetur alla þá sem áhuga hafa á skotfimi hverskonar á koma í heimsókn í Egilshöll og kynna sér starfsemina.

Skotsvæðið á Álfsnesi:
Framkvæmdir á Álfsnesi ganga vel þrátt fyrir ýmsar tafir sem hafa orðið í ferlinu. Enn er þó eftir að steypa einn haglavöllin, en beðið er eftir hagstæðu verðri til að ljúka þeim framkvæmdum. Bygging riffilskýlis er í fullum gangi og væntanlega verður smíði þess lokið fyrir áramót. Gert er ráð fyrir að starfssemi í riffilskýlinu geti hafist fljótlega eftir áramót ef ekkert óvænt kemur uppá. Nokkrar myndur sem voru teknar á dögunum við smíði riffilskýlisins á Álfsnesi fylgja hér með:

24. okt. 06.  Í dag var undirritaður samningur um byggingu riffilskýlis og skotturna á haglavelli félagsins á Álfsnesi !
Samkvæmt samningnum verður framkvæmdum lokið 30. nóv nk. Þegar er búið að steypa tvo haglavelli og verið er að slá upp mótum fyrir velli eitt og tvö. Skotturnar verða settir á velli eitt og tvö um leið og þeir verða tilbúnir, en vellir þrjú og fögur verða kláraðir eftir áramót. Gólfplatan í riffilskýlinu er tilbúin, en enn er eftir að klára manir á riffilbraut. Gert er ráð fyrir að jarðýta komi á svæðið á næstunni sem verður notuð við að klára það verk.

5. okt. 06.  Haglavellir 3 og 4 steyptir í dag.
Í dag voru tveir af fjórum haglavöllum steyptir. Mótin verða síðan færð á velli 1 og 2 og þeir síðan steyptir á næstunni. Trapvöllur verður síðar settur inn í  haglavöll 4. Smíðavinna er í fullum gangi á skotturnum fyrir velli 1 og 2. Undirbúningur á smíði riffilskýlis er hafin og verður það smíðað að mestu á staðnum. Nokkrar myndir frá Álfsnesi í dag.

30. sep. 06.  Styttist í að starfsemi hefjist á Álfsnesi.
Reiknað er með að opna haglavelli félagsins á næstunni, en opnun á riffilvelli fylgi í kjölfarið. Nú eru haglavellir 3 og 4 að verða tilbúnir undir steypu og má reikna með að steypt verði undir lok vikunnar. Búið er að járnabinda völl 4 og völlur þrjú er að klárast. Strax og þeir verða þornaðir verða mótin flutt yfir á völl 1 og 2 og þeim slegið upp, þeir járnabundnir og steyptir. Verið er að smíða markið á völl 2 og gömlu húsin eru að fara í viðgerð og klæðningu. Þau hús fara á völl 1 og 2 en við bíðum fram yfir áramót með að hefja smíði á húsum á velli 3 og 4. Riffilhússmíðin er hafin og er verið að vinna í þeim á verkstæði Timburmanna sem sjá um smíðina. Opnun er enn óljós en ef vinna allra iðnaðarmanna sem að þessu koma gengur upp, þá getum við farið að skjóta fljótlega, en við erum svo sem vön að verða fyrir hinum ýmsu áföllum í þessum framkvæmdum sem dregið hafa framkvæmdir úr hófi en bjartsýnin er alltaf til staðar og þetta skal hafast á næstunni. Við látum hér fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í dag af gangi mála.
 

25. sept. 06 Vetrarstarfið er hafið í Egilshöll.
Vetrarstarfsemi félagsins er hafin og verður opið fyrst í stað sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl.: 19:00 til 21:00 og laugardaga frá kl.: 09:00 til 11:00
Afingartímum verður fjölgað um leið og æfingastjórar koma til starfa.

18. sept. 06.  100 metra Running Target á riffilvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi.
 Ákveðið hefur verið að setja upp 100 metra Running Target á nýja riffilvelli félagsins á Álfsnesi. Um er að ræða keppnisgrein sem keppt er í á 100 metra færi með rifflum í caliberum allt að 8 mm hlaupvídd. Nýlega voru samþykktar tillögur dana um keppnisreglur fyrir greinina á aðalfundi Norðurlandasambands Skotsambanda í Kaupmannahöfn. Þetta er skotgrein sem m.a. margir veiðimenn hafa haft áhuga á að geta stundað á Íslandi. Nánar um reglurnar.

17. sept. 06.  Framkvæmdir á Álfsnesi við skotsvæði félagsins.
Enn og aftur hafa framkvæmdir við skotsvæði félagsins dregist á langin þrátt fyrir að skipt hafi verið um verktaka við jarðvegsframkvæmdir. Jarðverksverktaki hefur verið ráðin til að klára allar framkvæmdir við skotsvæði félagsins. Sá verktaki kemur á svæðið þegar hann hefur lokið við þau verk sem hann er að vinna við fyrir aðra aðila austur í sveitum. Sama er að segja um smiðina, sem hafa þegar hafa hafið störf við haglavelli félagsins, s.s uppslátt fyrir vellina og lagfæringar og smíði á turnum fyrir kastvélar. Enn er ekki hægt að tímasetja opnun svæðisins, en vonast er til að vinna við svæðið hefjist á næstu vikum.

13.ágúst. 06  Bikarmeistaramót STÍ var haldið á velli SFS í Þorlákshöfn í gær.
Sigurþór Jóhannesson SÍH sigraði á mótinu, en Sigurþór varð Bikarmeistari STÍ annað árið í röð. Nánar um úrslit dagsins.

13. ágúst 06.  Opna Reykjavíkur mótinu í Skeet sem halda átti á völlum félagsins 19. ágúst hefur verið frestað vegna tafa á framkvæmdum við haglavelli félagsins.

7. ágúst 06.  Framkvæmdir við skotvelli félagsins á Álfsnesi.
Verktakinn sem hefur séð um jarðvegsvinnu á svæði félagsins er hættur. Stjórn félagsins hefur fengið annan verktaka til að klára þá jarðvegsninnuna sem eftir er. Ýmis frágangur er eftir, snyrting á jarðraski vegna vélavinnu, frágangur á mönum við riffilbraut, jöfnun undir haglavelli, frágangur á drenlögnum við haglavelli ofl. ofl....
Nokkur skriður hefur komist á framkvæmdir eftir að stjórnarmenn tóku verkið úr höndum fyrrverandi verktaka. Má þar nefna að keyrt hefur verið uþb 10þús rúmmetrum af mold inn á svæðið í manir og annan frágang. Nýr aðili hefur verið fengin til að jafna undir haglavellina til að hægt sé að hefja smíði þeirra. Vinna við smíði haglavallana ætti að hefjast á næstu dögum.  Sama á við um smíði riffilsskýlisins, þar er allt klárt og verður hafist handa á næstunni við að koma skýlinu upp. Engin dagssetning er komin á opnun svæðisins.

7. ágúst 06.  Bikarmót STÍ í SKEET verður haldið á velli SFS í Þorlákshöfn 12 ágúst, á einum degi !
Bikarmótið í Skeet verður haldið í Þorlákshöfn 12. ágúst. Mótið verður haldið á einum degi. Mótshaldari er Skotfélag Reykjavíkur. Mótið er skráð á SR á Álfsnesi í mótaskrá STÍ, en þar sem vellir félagsins eru ekki tilbúnir hefur SR fengið leigða aðstöðu SFS til mótahaldsins.

16. júlí 06.  Framkvæmdir á Álfsnesi.
Nú er lokið við að keyra efni inn á riffilvöllinn og stendur til að klára manirnar á næstu dögum með jarðýtu. Smíðavinna við riffilskýlið ætti að geta hafist fljótlega, en allar teikningar og tilboð í verkið er tilbúið. Unnið er við að slétta undir haglavellina og klára dren umhverfis þá. Mótin fyrir haglavellina eru tílbúin og smiðirnir bíða eftir að jarðvegsframkvæmdum ljúki til að klára haglavellina. Rafmagn kemur á svæðið í næstu viku ef allt fer eftir áætlun.

25. júní 06.  Landsmót STÍ í Skeet var haldið á Akureyri í gær.
Gunnar Gunnarsson SFS sigraði á mótinu með samtals131 stig. Í öðru sæti varð Sigurþór Jóhannesson SÍH með 127 stig og í þriðja sæti varð Hilmar Árnason SR með 126 stig. Nánar um úrslit á mótaskrá og úrslit.

25. júní 06.  Fluttir voru rúmlega 1300 rúmmetrar af mold í manir á svæði félagsins í gær.
Þessa dagana er unnið við að klára manir við riffilvöll og að undirbúa haglasvæðið undir uppslátt fyrir stéttir og skotturna.

 

10. júní 06. Starfssemi félagsins á Álfsnesi á að vera komin í fullan gang í ágúst samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg.
Framkvæmdir við skotsvæðið á Álfsnesi  hafa einkennst af endalausum töfum og frestunum sl. 6 ár. Nú er svo komið að Framkvæmdarsvið Borgarinnar, sem áður hét Borgarverkfræðingsembættið, hefur loks gert samning við Skotfélag Reykjavíkur um fjármagn til ljúka framkvæmdum við aðstöðu félagsins á Álfsnesi. Gert er ráð fyrir því í samningnum að framkvæmdum ljúki í ágúst, þ.e. starfssemi svæðisins verði komin í gang þá. Verið er að gera haglavelli klára fyrir byggingar skotvalla og skotturna. Eins er verið að keyra efni í manir umhverfis riffilvöll. Tlboð eru að verða tilbúin í byggingar mannvirkja á svæðinu og væntanlega verður hafis handa við þær á næstunni. Stjórn félagsins hefur ákveðið að koma haglavöllunum í gang fyrst, en jafnhliða verður unnið að því að byggja riffilskýli og koma rifflilvellinum í gang. Frágangur félagsheimila verður látin bíða þar til starfssemin er komin í gang. Engar dagssetningar eru uppi á borðum, en eins og áður sagði á að koma öllu svæðinu í fulla starfsemi í lok sumars. Stjórn félagsins leggur hinsvegar áherslu á að gera svæðið klárt til skotæfinga mun fyrr og hefur þegar sótt um bráðabirgðar - starfsleyfi til yfirvalda. Stjórn félagsins hefur forgangsraðað verkfefnum á svæðinu til að flýta fyrir því að félagsmenn geti hafið æfingar. Stjórnin hefur lagt áherslu á að væntanlegt æfingasvæði félagsins verði opið öllum sem áhuga hafa á skotfimi ýmiskonar, hvort sem þeir eru félagsmenn SR, í öðrum skotfélögum eða utan félaga. Skotfélag Reykjavíkur mun bjóða alla velkomna sem áhuga hafa á skotfimi sem íþrótt, sem tómstundargaman eða til æfingar fyrir skotveiðar. Stjórn félagsins mun tilkynna um fyrirkomulag opnunartíma á svæðinu þegar nær dregur opnun svæðisins.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru 6. júní sl. á Álfsnesi.

3. júní 06.  Landsmót í SKEET fært til Þorlákshafnar.
Landsmót í Skeet sem halda átti hjá SK í Keflavík 10.júní 2006 hefur, af óviðráðanlegum orsökum, verið flutt til Þorlákshafnar og verður haldið þar sama dag.

26. maí 06.  Hið árlega minningarmót SR um Hans P. Christensen var haldið í Egilshöll 2. maí sl.
Hinn ungi og efnilegi skotíþróttamaður úr SR, Ásgeir Sigurgeirsson, sigraði nokkuð örugglega í loftskammbyssu með 553 stigum. Í loftriffli enduðu þau hjónin Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen á sama skori, alls 557 stigum. Jórunn skaut betur á síðustu skífunni, samtals 94 stig á móti 90 stigum eiginmannsins og hafði því sigur í mótinu. Þau hjónin sáu um mótahaldið ásamt Jóhannesi Christensen og gaf fjölskylda Hans P. Christensen verðlaun í mótið ásamt glæsilegum veitingum í lok keppni. Nánar um úrslit mótsins og nokkrar myndir frá mótsstað.

17. maí 06.  Framkvæmdir á Álfsnesi eru komnar á skrið.
Framkvæmdir á Álfsnesi eru nú loks komnar á skrið og er nú verið að lagfæra undirlag haglabyssuvallanna og í næstu viku fer verktakinn í lokafrágang riffilbanans en hann reiknar með að sú vinna geti tekið amk 4-6 vikur. Komið er tilboð / áætlun í smíði á riffilhúsinu og verður það tekið til skoðunar eftir helgi á fundi með Framkvæmdasviði. Lögð verður áhersla á að koma raflögnum og vatni í félagshúsin, og eins inná haglasvæðið. Félagið á turna á 1-2 velli og verða þeir fluttir uppeftir fljótlega og hafist handa við viðgerðir á þeim og uppslátt fyrir haglavöllum.

12. maí 06.  Húsin komin á varanlega grunna á Álfsnesi.
Félagshús SR voru flutt á grunnana í vikunni sem leið og þau fest niður. Unnið er við drenskurði og er verktaki að hefja vinnu við haglavellina og einnig er á dagskrá að klára manir við riffilvöll á næstunni. Gert er ráð fyrir að tilboð liggi fyrir fljótlega í smíði mannvirkja á svæðinu.

1. maí 06.  Ellefti Íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá keppendum SR á tímabilinu í innigreinum, sem lauk um helgina.
Guðmundur Helgi Christensen SR varð Íslandsmeistari í Enskri Keppni ( 60 skot liggjandi með riffli á 50 metrum ) á 576 stigum.  Eyjólfur Óskarsson varð í öðru sæti á 575 stigum.

23. apríl 06.  Keppnistímabilið í Skeet hefst um næstu helgi í Þorlákshöfn hjá Skotíþróttafélagi Suðurlands.
Fyrsta mótið á mótaskrá STÍ í Skeet hefs laugardaginn 29 apríl í Þorlákshöfn. Stjórn STÍ minnir aðildarfélögin á skraningafrestinn á heimasíðu sinni í gær. Þar er tekið fram að skráningarfrestur aðildarfélagana til STÍ er þrír virkir dagar, en keppendur SR þurfa að skrá sig til keppni með minnst viku fyrirvara. Hér til hliðar á síðunni geta félagsmenn SR skráð sig til keppni á Mótaskráning.
Til fróðleiks fyrir áhugafólk um keppnisgreinina er hér að finna stutta sögu um upphaf Skeet.

22. apríl 06. Skotíþróttafólk Skotfélags Reykjavíkur nær góðum árangri á íslandsmótum STÍ 2006 og sópar að sér titlum.
Samtals hefur skotíþróttafólk félagsins halað inn TÍU Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum auk Íslandsmeistaratitils í Liðakeppni.
Greinilegt er að árangur félagsmanna SR í skotíþróttum er á uppleið með nýrri og bættri aðstöðu félagsins í Egilshöll.

Í dag fór fram Íslandsmeistaramót í Loftbyssugreinum hjá Skotfélagi Reykjavíkur í Egilshöll.
Á mótinu voru sett þrjú ný Íslandsmet og félagið eignaðist fimm Íslandsmeistara á mótinu auk Íslandsmeistara í Liðakeppni í Loftskammbyssu karla.

Hannes Tómasson SR varð Íslandsmeistari í Loftskammbyssu karla á 646.9 stigum. Ásgeir Sigurgeirsson SR varð Íslandsmeistari í Loftskammbyssu Unglinga á 630.5 stigum. Jórunn Harðardóttir SR varð Íslandsmeistari í Loftskammbyssu kvenna á 351.0 stigi. Guðmundur Helgi Christensen SR varð Íslandsmeistari í Loftriffli í karlaflokki á 657.9 stigum. Jórunn Harðardóttir SR varð Íslandsmeistari í Loftriffli kvenna á 454.3 stigum.
Sveit SR í Loftskammbyssu karla varð Íslandsmeistari á 1614 stigum. Sveitina skipa Gunnar Þór Hallbergsson SR, Guðmundur Kr. Gíslason SR og Hannes Tómasson SR.
Þrjú Íslandsmet voru sett í Egilshöll í dag.
Guðmundur Helgi Christensen SR setti tvö ný Íslandsmet með Loftriffli karla á mótinu í dag. Hann setti nýtt met með finale, samtals 657.9 stig og án finale, samtals 566 stig. Jórunn Harðardóttir SR setti nýtt Íslandsmet í Loftriffli kvenna með finale, samtals 454.3.
Tveir Heiðursfélagar SR unnu við dómgæslu mótsins í dag.
Jóhannes Christensen og Axel Sölvason lögðu hönd á plóginn í dag við dómarastörf. Þeir hafa báðir sinnt dómgæslu um árabil á Landsmótum STÍ. Jóhannes hefur einnig starfað við æfingastjórn félagsins í fjölda ára. þá hefur Axel einnig tekið að sér fundarstjórn á Aðalfundum félagsin undanfarin ár. Þeir félagar eru flestum kunnir fyrir störf sín í þágu skothreyfingarinnar, en þeir erum meðal þeirra frumkvöðla sem lögðu grunn að skotírþóttinni á Íslandi m.a. með starfi sínu í félaginu á útisvæði þess í Leirdal við Grafarholt og í innigreinum í íþróttahúsinu á Hálogalandi eftir 1950.
Á heimasíðu STÍ er að finna myndir frá Íslandsmeistaramótinu í Egilshöll í dag.

Guðmundur Helgi Christensen SR er Íslandsmeistari í Þríþaraut 2006.
1. apríl sl. varð Guðmundur Helgi Christensen SR Íslandsmeistari í Þríþaraut. Í Þríþraut er keppt innanhúss með Frírifflum á 50 metra færi í standandi-, liggjandi- og í hnéstöðu. Samtals er skotið 120 skotum, 40 skot í hverri stöðu. Guðmundur skaut samtals 1096 stig.

Hannes Tómasson SR er Íslandsmeistari í Frjálsri Skammbyssu 2006.
Hannes sigraði með samtals 513 stig á Íslandsmótinu sem haldið var 21. mars sl. í Egilshöll.  Í þessari grein er keppt með sérstökum markskammbyssum á 50 metra færi og skotið er samtals 50 skotum. Þetta er talin ein erfiðasta skammbyssugreinin sem keppt er í.

Karl Kristinsson SR er Íslandsmeistari í Staðlaðri Skammbyssu, Sport Skammbyssu og Grófri Skammbyssu 2006.
Karl Kristinsson SR vann það afrek að landa þremur Íslandsmeistaratitlum í skammbyssugreinum 2006. Hann varð Íslandsmeistari í Grófri Skammbyssu 5. mars sl. þegar hann skaut samtals 513 stig. 1. apríl sigraði hann í Staðlaðri Skammbyssu, en hann sigraði á mótinu með samtals 513 stigum. Þá er Karl einnig Íslandsmeistari í Sport Skammbyssu, en hann sigraði á því móti, sem haldið var 2. apríl, á samtals 556 stigum.

Nánari upplýsingar um mótin og úrslti þeirra á  Mótaskrá og Úrslit 

16. apríl 06.  Stí aflýsir Bikarmóti í Standard Pistol sem halda átti 23. apríl nk.
Nánar á heimasíðu Stí.

14. apríl 06. Málefnum Skotfélags Reykjavíkur, um framkvæmdir á Álfsnesi, var frestað í annað sinn í Framkvæmdarráði Borgarinnar.
Framkvæmdarráð Borgarinnar frestaði í annað sinn afgreiðslu um fjármögnun framkvæmdana við skotsvæði félagsins á Álfsnesi. Um er að ræða þær framkvæmdir sem eftir eru til að koma svæðinu í gagnið fyrir sumarið, en framkvæmdir hingað til hafa nær eingöngu farið í jaðrvinnu. Landið sem félaginu var úthlutað var dýrara í vinnslu en gert var ráð fyrir í upphafi, en þegar hefur verið varið um 45 milljónum í svæðið. Svæðið er mjög erfitt í vinnslu vegna m.a. stórgrýtis, klappa og vantsaga. Reiknað er með að það þurfi annað eins fjármagn til klára svæðið og koma því í samskonar horf og félagið hafði komið sér upp í Leirdal við Garfarholt, þar sem nú er risin íbúðarbyggð. Enn og aftur hefur stjórn félagsins ítrekað að félagið óskar eingöngu eftir svæði fyrir svæði og hefur það sjónarmið verið viðurkennt hjá borginni. En enn og aftur er málið stopp hjá borginni og væntanlega verður fundur með stjórn félagsins og forsvarsmönnum Framkvæmdarsviðs Borgarinnar í lok mánaðarins, sem væntanlega kemur til með að skýra stöðu félagsins í eitt skipti fyrir öll á Álfsnesi.

10. apríl 06.   Fundargerð Aðalfundar félagsins er komin á síðuna samkvæmt 16. grein laga félagsins.
Eins og áður hefur komið fram var mesta umræðan á aðalfundi félagsins um fræmkvæmdir við skotsvæðið á Álfsnesi og hvenær félagsmenn megi vænta þess að geta hafið æfingar á nýju svæði. Í skýrslu stjórnar ræddi formaður félagsins um stöðu framkvæmdana, en hér á eftir er úrdráttur úr ræðu hans á aðalfundi félagsins 30. mars sl: 
"Á Álfsnesi hafa framkvæmdir dregist og dregist, og er þar að mestu um að kenna skilningsleysi Reykjavíkurborgar á okkar málum. Heldur hefur þokast í rétta átt og hafa borgarfulltrúar og yfirmenn framkvæmdasviðs verið afar jákvæðir að undanförnu og liggur nú fyrir nýunnin kostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Hönnun um hvað þarf, til að klára svæðið. Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, en hún er jafnframt formaður ÍTR sem og Framkvæmdaráðs, hefur sagt að nú verði verkin látin tala og að staðið verði við loforðin um að koma svæðinu í það horf sem Leirdalur í Grafarholti var í, þegar okkur var nánast hent útaf svæðinu haustið 2000 !!  Okkur hefur verið tjáð að þverpólítísk samstaða sé um íþróttamál í borginni ....."  Nánar um skýrslu stjórnar í fundargerð.

9. apríl 06. Steinar Einarsson var kjörinn formaður STÍ á Þingi Skotíþróttasambnds Íslands sem haldið var í gær.
Jón S. Ólason fyrverandi formaður sambandsins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku, en Steinar Einarsson var einróma kjörinn formaður sambandsins til eins árs. Nýja stjórn STÍ skipa auk Steinars, Guðmundur Kr. Gíslason, Jóhann Norðfjörð, Halldór Axelsson, Kjartan Friðriksson og í varastjórn þeir Jón S. Ólason og Páll Reynisson.
Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ heimsótti þingið og ávarpaði þingheim. Hún sagðist
hafa fylgst með árangri skotmanna um nokkur skeið, m.a. á Ól – 2000 þar sem íslendingar áttu keppanda í Skeet. ( Alfreð Karl Alfreðsson SR ) Hún segir skotmenn á íslandi keppa við atvinnumenn og jafnvel atvinnuhermenn í skotíþróttum og þetta sé erfitt verkefni fyrir íslenska skotmenn. Hún hvatti skothreyfinguna til að leggja áherslu á unglingastarfið og ræddi um fordóma í garð skotmanna í landinu sem skothreyfingin þarf að vinna á. Sigríður hvatti skothreyfinguna til að koma skotíþróttinni betur á framfæri og sagði að umfjöllun væri ekki næg í fjölmiðlum um skotíþróttir. Sigríður ræddi um kaup unglinga á loftbyssum ýmisskonar í útlöndum og ólöglegan innfluttning þeirra til landsins og að þar gæti verið sóknarfæri skothreyfingarinnar í að ná þessum unglingum inn í skothreyfinguna. Hún varpaði fram þeirri hugmynd um að refsing við ólöglegum innfluttningi unglinga á þessum verkfærum gæti verið skylduæfingar hjá skotíþróttafélögum landsins í einhvern ákveðin tíma, þar sem þeim yrði gert skylt að læra undirstöðu atriðin um skotíþróttir.
Á þinginu voru veittar tvær viðurkenningar, fyrir Íslandsmet í tveimur greinum, sem sett voru á s.l. misseri. Ásgeir Sigurgerisson SR fékk viðurkenningarskjal fyrir Íslandsmet í flokki unglinga í loftskammbyssu, og Guðmundur Helgi Christensen SR fyrir íslandsmet í loftriffli karla. Á þinginu voru einnig afhennt dómararéttindi til þeirra sem útskrifuðust á dómaranámskeiði STÍ sem haldið var á dögunum.

3. apríl 06. Mótaskrá í Skeet fyrir tímabilið 2006 er komin út.
Mótaskráin frá STÍ á PDF

2. apríl 06. Dómaranámskeið STÍ var haldið í gær.
Ívar Erlendsson hélt námskeiðið fh. STÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 1. apríl sl. Alls tóku þrettán manns þátt í námskeiðinu, sem komu frá flestum skotfélögum landsins.
Námskeiðið var haldið um dómgæslu í Skeet. Tilgangurinn með námskeiðinu er m.a. til þess að skofélög innan STÍ, sem hafa Skeet sem keppnisgrein,  geti lagt til dómara á landsmót Skotíþróttasambandsins í framtíðinni.
Síðar verða haldin fleiri dómaranámskeið í skotíþróttum þegar fram líða stundir í öðrum haglagreinum og þeim greinum sem stundaðar eru innanhúss.
Hér er ný reglugerð sem STÍ hefur gefið út um dómaramál, sem þegar hefur verið send Skotfélögunum.

30. mars 06.  Aðalfundur félagsins var haldin í kvöld.
Stjórn félagsins var endurkjörin með öllum greiddum atkvæðum. Mestur tími fundarins fór í umræður um framkvæmdir félagsins á Álfsnesi, næstu skref í þeim og forgangsröð þeirra. Fundargerð Aðalfundar verður birt hér á síðunni á næstu dögum samkvæmt lögum félagsins.

29. mars 06.  Aðalfundur félagsins verður haldin á morgun kl. 20:00 í sal E - aðalhúsi ÍSÍ, VESTUR ENDA

26. mars 06.  Skotíþróttir eru almenningsíþróttir.
Þing ÍBR var haldið í Laugardaslhöll dagana 23. - 25.  mars. Skotfélag Reykjavíkur átti 4 fulltrúa á þinginu. Á þinginu, sem var vel sótt, var mikil áhersla lögð eflingu  barna- og unglingastarfs, íþróttir sem forvarnarstarf og íþróttir fyrir almenning. Á þinginu kom fram m.a. hve margir stunda íþróttir utan íþróttafélaga og hugmyndir um hvernig má bæta aðstöðu þeirra, þ.e. þeirra sem stunda svo kallaðar "almenningsíþróttir".
Í skothreyfingunni hefur þegar verið tekin ákvörðun um að leggja áherslu á unglingastarf næstu misseri. Það er einnig stefna SR að efla unglingastarfið í félaginu, sem reyndar er komin vísir að í Egilshöll. Stjórn SR hefur einnig lagt áherslu á aðstöðu fyrir hinn almenna áhugamann um skotfimi í uppbyggingu svæðana í Egilshöll og Álfsnesi. Fólk sem hefur áhuga á að stunga skotíþróttir sem tómstundagaman hefur aðstöðu til þess í Egilshöll og síðar á Álfsnesi, í hagla-,  riffil - og skammbyssugreinum.  Á væntanlegu svæði félagsins á Álfsnesi verður gert ráð fyrir aðstöðu fyrir almennt áhugafólk um skotfimi, sem hefur ekki endilega áhuga á að stunda skotíþróttir sem keppnisgrein, heldur sem tómstundarganan og undirbúning og æfingar fyrir skotveiðar. Nóg pláss er og verður hjá Skotfélagi Reykjavíkur fyrir alla þá sem áhuga hafa á skotfimi hverskonar. Skotfimi er "almenningsíþrótt" sem öll fjölskyldan getur stundað hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar um ÍBR - þingið.

24.  mars 06.  Tilkynning frá stjórn félagsins um Aðalfund :
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 30.mars kl.20 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.

14. mars 06.  Frétt frá STÍ um dómaranámskeið í SKEET.
STÍ hefur ákveðið að halda dómaranámskeið í SKEET og mun að því loknu útskrifa með réttindi bæði Héraðsdómara sem og Landsdómara. Ný reglugerð um dómaramál hefur þegar verið send félögum STÍ.  Námskeiðið heldur f.h. STÍ, Ívar Erlendsson, sem er með alþjóðleg ISSF réttindi til dómgæslu. Það verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3.hæð, Laugardaginn 1.apríl, og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 16:00 Afar mikilvægt er að félög sem halda STÍ-mót sendi dómaraefni og hafi eftir það yfir að ráða bæði Héraðsdómurum sem og Landsdómurum. Skráningar þurfa að berast til STÍ, með greiðslu þátttökugjalds kr. 3,000 pr.mann í síðasta lagi föstudaginn 24.mars 2006.

8. mars 06.  Verður skotsvæðið á Álfsnesi tilbúið fyrir vorið ?

Nýjustu fréttir frá embættismönnum Reykjavíkurborgar herma að verið sé verið að finna lausn á þeim framkvæmdum sem eftir eru á svæði félagsins á Álfsnesi.
Leyfi hefur fengist til að hefja framkvæmdir við að ræsa fram vatn við haglavelli og leggja drenlagnir við vellina. Sett verður viðbótar malarlag yfir vellina til að tryggja ennbetur að vatn skemmi ekki vellina í framtíðinni. Þessar framkvæmdir munu kosta samkvæmt kostnaðaráætlun u.þ.b. 4,3 millj.  Frekari framkvæmdir ráðast af ákvörðun borgaryfirvalda um fjármagn í þær og hvenær sú ákvörðun verður tekin.

5. mars 06.  Karl Kristinsson SR varð Íslandsmeistari í Grófri Skammbyssu í dag !
Íslandsmót í Grófri Skammbyssu var haldið hjá Skotfélagi Kópavogs í Digranesi í dag. Nánar um úrslit dagsins.

2. mars 06.   Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 4,3 milljónum í að leggja dren og ræsa fram  vatn við haglasvæðið félagsins á Álfsnesi !

Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við haglavelli fyrr en búið er að ræsa fram vatn sem safnast upp á svæðinu, en farið verður í þá vinnu um leið og samþykki fæst fyrir fjármagni í verkið. Félagsheimilin verða hífð á grunnana á næstu dögum og reiknað er með að platan í riffilskýlið verði steypt strax eftir helgi. Framhald framkvæmdana ræðst síðan af því hvernig og hvenær borgaryfirvöld finna leið til að fjármagna það sem eftir er.

1. mars 06.  Kostnaður við framkvæmdir skotsvæðisins á Álfsnesi meiri en borgarverkfræðingsembættið hafði gert ráð fyrir.
Eins og flestir vita, sem hafa fylgst með svæðamálum félagsins undanfarin ár, hafði stjórn félagsins lagt til á annan tug svæða í nágrenni borgarinnar fyrir nýtt skotsvæði í stað þess sem félagið hafði til umráða í Leirdal í 50 ár.  M.a. lagði stjórn félagsins til nokkur svæði sem voru tilbúin að mestu  frá náttúrunnar hendi þar sem ekki þurfti aðra jarðvegsvinnu en að slétta með jarðýtu og grafa fyrir mannvirkjum. Ýmsar ástæður urðu til þess að ekkert þessara svæða fékkst undir skotvelli þar til þáverandi Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, lagði til að svæðið sem nú er í vinnslu yrði nýtt fyrir félagið undir skotvelli þess. Gert var ráð fyrir 30 milljónum til að hefja framkvæmdir, byggja haglavelli, riffilvöll ofl. Síðar átti að veita meira fjármagni í að ljúka framkvæmdunum og koma svæðinu í samskonar horf og félagið var búið að koma sér upp í Leirdal. Stjórn félagsins hafði varað borgaryfirvöld við því að jarðvegsvinna yrði mikil og kostnaðarsöm vegna stórgrýtis, klappa og mikils vatnsaga á svæðinu. Stjórnin reiknaði með að framkvæmdirnar gætu nálgast 80 - 90 milljónir og hafði hún áhyggjur af því að borgin vanreiknaði kostnaðin við svæðið. Nú þegar er búið að verja u.þ.b. 45 milljónum í svæðið, þar af hafa farið u.þ.b. 15 milljónir í girðingu og veg inn á svæðið, en enn er eftir að reisa riffilskýli, haglavelli og skotturna, ásamt ýmsum frágangi á svæðinu. Reiknað er með að það vanti 20 - 40 milljónir til að klára svæðið og koma því í sama horf og var í Leirdal.  Það þarf ekki að greina frá því að framkvæmdir hafa dregist lengur en félagsmenn una við. Öll leyfi til framkvæmda eru löngu tilbúin og einungis vantar pólitíska ákvörðun um að veita fjármagni í restina svo félagsmenn og aðrir áhugamenn um skotfimi í Reykjavík geti hafið æfingar í sumar. Bent hefur verið á að söluverðmæti nokkra lóða, sem byggt var á í Leirdal þar sem gamla skotsvæðið var, komi í stað kostnaðarins við skotsvæðið á Álfsnesi. Framkvæmdirnar við skotsvæðið á Álfsnesi eru vegna flutnings aðstöðu félagsin frá Leirdal og er hér því ekki um nýja framkvæmd að ræða í þeim skilningi. Borgin hefur séð um framkvæmdirnar og fjármögnun þeirra, en félagið hefur engan fjármuni fengið í hendur vegna þeirra. Þessa dagana er málið í vinnslu hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar  þar sem er unnið er að því að leita leiða til  þess að leysa málið.

24.  mars 06.  Tilkynning frá stjórn félagsins um Aðalfund :
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 30.mars kl.20 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin

LOKAÐ verður í Egilshöllinni Fimmtudaginn 30. mars vegna Aðalfundar SR.

14. mars 06.  Frétt frá STÍ um dómaranámskeið í SKEET.
STÍ hefur ákveðið að halda dómaranámskeið í SKEET og mun að því loknu útskrifa með réttindi bæði Héraðsdómara sem og Landsdómara. Ný reglugerð um dómaramál hefur þegar verið send félögum STÍ.  Námskeiðið heldur f.h. STÍ, Ívar Erlendsson, sem er með alþjóðleg ISSF réttindi til dómgæslu. Það verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3.hæð, Laugardaginn 1.apríl, og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 16:00 Afar mikilvægt er að félög sem halda STÍ-mót sendi dómaraefni og hafi eftir það yfir að ráða bæði Héraðsdómurum sem og Landsdómurum. Skráningar þurfa að berast til STÍ, með greiðslu þátttökugjalds kr. 3,000 pr.mann í síðasta lagi föstudaginn 24.mars 2006.

8. mars 06.  Verður skotsvæðið á Álfsnesi tilbúið fyrir vorið ?

Nýjustu fréttir frá embættismönnum Reykjavíkurborgar herma að verið sé verið að finna lausn á þeim framkvæmdum sem eftir eru á svæði félagsins á Álfsnesi.
Leyfi hefur fengist til að hefja framkvæmdir við að ræsa fram vatn við haglavelli og leggja drenlagnir við vellina. Sett verður viðbótar malarlag yfir vellina til að tryggja ennbetur að vatn skemmi ekki vellina í framtíðinni. Þessar framkvæmdir munu kosta samkvæmt kostnaðaráætlun u.þ.b. 4,3 millj.  Frekari framkvæmdir ráðast af ákvörðun borgaryfirvalda um fjármagn í þær og hvenær sú ákvörðun verður tekin.

5. mars 06.  Karl Kristinsson SR varð Íslandsmeistari í Grófri Skammbyssu í dag !
Íslandsmót í Grófri Skammbyssu var haldið hjá Skotfélagi Kópavogs í Digranesi í dag. Nánar um úrslit dagsins.

2. mars 06.   Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 4,3 milljónum í að leggja dren og ræsa fram  vatn við haglasvæðið félagsins á Álfsnesi !

Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við haglavelli fyrr en búið er að ræsa fram vatn sem safnast upp á svæðinu, en farið verður í þá vinnu um leið og samþykki fæst fyrir fjármagni í verkið. Félagsheimilin verða hífð á grunnana á næstu dögum og reiknað er með að platan í riffilskýlið verði steypt strax eftir helgi. Framhald framkvæmdana ræðst síðan af því hvernig og hvenær borgaryfirvöld finna leið til að fjármagna það sem eftir er.

1. mars 06.  Kostnaður við framkvæmdir skotsvæðisins á Álfsnesi meiri en borgarverkfræðingsembættið hafði gert ráð fyrir.
Eins og flestir vita, sem hafa fylgst með svæðamálum félagsins undanfarin ár, hafði stjórn félagsins lagt til á annan tug svæða í nágrenni borgarinnar fyrir nýtt skotsvæði í stað þess sem félagið hafði til umráða í Leirdal í 50 ár.  M.a. lagði stjórn félagsins til nokkur svæði sem voru tilbúin að mestu  frá náttúrunnar hendi þar sem ekki þurfti aðra jarðvegsvinnu en að slétta með jarðýtu og grafa fyrir mannvirkjum. Ýmsar ástæður urðu til þess að ekkert þessara svæða fékkst undir skotvelli þar til þáverandi Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, lagði til að svæðið sem nú er í vinnslu yrði nýtt fyrir félagið undir skotvelli þess. Gert var ráð fyrir 30 milljónum til að hefja framkvæmdir, byggja haglavelli, riffilvöll ofl. Síðar átti að veita meira fjármagni í að ljúka framkvæmdunum og koma svæðinu í samskonar horf og félagið var búið að koma sér upp í Leirdal. Stjórn félagsins hafði varað borgaryfirvöld við því að jarðvegsvinna yrði mikil og kostnaðarsöm vegna stórgrýtis, klappa og mikils vatnsaga á svæðinu. Stjórnin reiknaði með að framkvæmdirnar gætu nálgast 80 - 90 milljónir og hafði hún áhyggjur af því að borgin vanreiknaði kostnaðin við svæðið. Nú þegar er búið að verja u.þ.b. 45 milljónum í svæðið, þar af hafa farið u.þ.b. 15 milljónir í girðingu og veg inn á svæðið, en enn er eftir að reisa riffilskýli, haglavelli og skotturna, ásamt ýmsum frágangi á svæðinu. Reiknað er með að það vanti 20 - 40 milljónir til að klára svæðið og koma því í sama horf og var í Leirdal.  Það þarf ekki að greina frá því að framkvæmdir hafa dregist lengur en félagsmenn una við. Öll leyfi til framkvæmda eru löngu tilbúin og einungis vantar pólitíska ákvörðun um að veita fjármagni í restina svo félagsmenn og aðrir áhugamenn um skotfimi í Reykjavík geti hafið æfingar í sumar. Bent hefur verið á að söluverðmæti nokkra lóða, sem byggt var á í Leirdal þar sem gamla skotsvæðið var, komi í stað kostnaðarins við skotsvæðið á Álfsnesi. Framkvæmdirnar við skotsvæðið á Álfsnesi eru vegna flutnings aðstöðu félagsin frá Leirdal og er hér því ekki um nýja framkvæmd að ræða í þeim skilningi. Borgin hefur séð um framkvæmdirnar og fjármögnun þeirra, en félagið hefur engan fjármuni fengið í hendur vegna þeirra. Þessa dagana er málið í vinnslu hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar  þar sem er unnið er að því að leita leiða til  þess að leysa málið.

26. feb 06.   Framkvæmdir við skotsvæði félagsins á Álfsnesi eru stopp og framhaldið ræðst af pólitískri ákvörðun borgarfulltrúa !
Í vikunni áttu formaður og gjaldkeri Skotfélags Reykjavíkur fund með framkvæmdastjóra Íþróttabandlags Reykjavíkur og var þar rætt um aðkomu ÍBR að samskiptum félagsins við Reykjavíkurborg, en félagið hefur óskað eftir aðstoð ÍBR við þau mál.
Á föstudaginn fóru þeir svo á fund hjá Framkvæmdasviði til viðræðna um stöðu verksins, en fjármagn til framkvæmdanna er nú á þrotum og ljóst að borgin þarf að bæta við, til að klára verkið. Það er alfarið pólítísk ákvörðun þannig að borgarfulltrúar okkar þurfa að sjá til þess að Framkvæmdasvið fái fjárveitingu svo ljúka megi verkinu.
Við bíðum enn eftir því að fá svæðið í því ásigkomulagi sem eldra svæði okkar var í við brottflutning haustið 2000 !  Félagið var áður í Leirdal við Grafarholtið og ætla má að kostnaður við flutning félagsins hafi fengist við sölu á örfáum lóðum á því svæði, en fyrra skotsvæði var þar sem byggðin í austurhluta Grafarholts er í dag.
Ef vilji er til þess hjá borginni, þá ætti að vera hægt að koma svæðinu í gang á nokkrum vikum en þá þarf að gefa grænt ljós og setja málið af stað nú þegar.
Nú hefur félagið ekki verið með útiaðstöðu í FIMM ÁR og ekki líklegt að önnur íþróttafélög hafi nokkurn tíma þurft að búa við slíkar aðstæður, hvorki fyrr né síðar

18. feb 06.  Nýtt Íslandsmet var sett í Loftriffli í dag.
Guðmundur Helgi Christensen SR setti nýtt íslandsmet í loftriffli í dag. Hann skaut samtals 559 stig. Hann átti sjálfur eldra metið sem var 558 stig. Landsmót STÍ í loftbyssugreinum fór fram í Kópavogi í dag, en mótshaldari var Skotfélag Kópavogs. Athygli vekur að allir keppendur á mótinu voru frá Skotfélagi Reykjavíkur, en engir keppendur voru skráðir frá öðrum skotfélögum. Nánar um úrslit dagsins á Mótaskrá og úrslit hér til vinstri.
Myndin er af Guðmundi Helga með loftriffilinn.

8. feb 06.  Framkvæmdir á Álfsnesi í biðstöðu.
Enn er beðið eftir niðurstöðum um fjárveitingar til áframhaldandi framkvæmda við skotsvæði félagsins á Álfsnesi frá borginni. Nú er unnið að undirbúningi við að setja félagshúsin á grunna, frágang á vatni og rafmagni í þau. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við haglavelli félagsinns fyrr en búið er að leggja dren-skurð sunnan við vellina til að tryggja að ekki renni vatn yfir haglavellina. Búist er við að það verk klárist á næstunni ásamt því að steypa plötuna í riffilskýlið.

22. jan 06.  Ásgeir Sigurgeirsson SR í unglingaflokki með hæsta skor í loftskammbyssu ásamt Guðmundi Kr. Gíslasyni SR, sem keppir í karlaflokki.
Landsmót í loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll í gær. Ásgeir Sigurgeirsson og Guðmundur Kr. Gíslason, báðir úr SR, skutu 556 stig. Ásgeri keppti einn í unglingaflokki að þessu sinni.  Guðmundur sigraði í karlaflokki, Gunnar Þór Hallbergsson SR varð í öðru sæti með 532 stig og einu stigi á eftir honum kom Hannes Tómasson SR í þriðja sæti. Mesta athygli vekur árangur Ásgeirs, sem er búinn að stimpla sig inn í loftskammbyssugreinina, með glæsilegu skori á landsmótum STÍ undanfarin misseri. Nánar um úrslit dagsins hér til vinstri á mótaskrá og úrslit.

21. jan 06.   Landsmóti sem halda átti sunnudaginn 22. jan í Kópavogi aflýst.
Landsmóti í Staðlaðri Skammbyssu sem halda átti í Kópavogi á sunnudaginn er aflýst af óviðráðanlegum orsökum. Fréttin er tekin af www.sti.is

14. jan 06.  Arnfinnur Jónsson SFK sigraði í 60sk liggjandi í dag.
Landsmót í Enskum Riffli, 60 skotum liggjandi, var haldið í Digranesi í dag. Arnfinnur sigraði með 585 stigum af 600 stigum mögulegum. Nánar um úrslit á "Mótaskrá og úrslit" hér til vinstri.

3. jan 06 Skotíþróttafólk ársins 2005 var valið í hófi ÍSÍ í kvöld.
Hannes Tómasson SR var valin skoíþróttatmaður ársins 2005 og Jórunn Harðardóttir SR skotíþróttakona ársins 2005. Jórunn er m.a. Íslandsmeistari í loftskammbyssu 2005 og Íslandsmethafi í sömu grein. Hannes varð m.a.

AddThis Social Bookmark Button