Þriðjudagur, 28. maí 2013 10:03 |
Heimsbikarmótinu í München var að ljúka og hafnaði Ásgeir í 23.sæti af 105 keppendum, sem er auðvitað frábær árangur. Hann skaut 577 stig (97 96 96 94 97 97) sem er samt þó nokkuð frá Íslandsmetinu sem hann setti fyrir skömmu 589 stig. Hann er sem stendur í 22.sæti á heimslistanum í loftskammbyssunni og í 13.sæti á evrópulistanum. Árangur hans er því alveg í takt við stöðu hans því hann varð í 12.sæti af evrópukeppendunum. Ásgeir pakkar nú saman og flýgur til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu sem eru nú staddir á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg. Þar hefst keppni í loftriffli í fyrramálið en í loftskammbyssunni á föstudaginn.
|