Sunnudagur, 01. mars 2015 17:19 |
Á landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag sigraði Karl Kristinsson úr SR með 528 stig, í öðru sæti varð Eiríkur Jónsson úr SFK með 527 stig og í þriðja sæti Friðrik Goethe úr SFK með 525 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1532 stig (Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Kolbeinn Björgvinsson), í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1514 stig (Eiríkur Jónsson, Friðrik Goethe og Gunnar Pétursson). Í þriðja sæti varð svo B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1150 stig (Jón Á. Þórisson, Björgvin M. Óskarsson og Þórhildur Jónasdóttir).
|