Jóhannes Frank Jóhannesson Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. september 2018 15:00

2018brislmotdag2-3021 1232018 brislmoturslit2018 brislmot100m2018 brislmot200mÍslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í riffilgreininni Bench Rest fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Keppt var á 100 metra færi á laugardeginum og 200 metrum á sunnudegi. Efstu menn á 100 metrunum voru Egill Þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 18 X-tíur, annar var Bergur Þór Arthúrsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 17 X-tíur og þriðji Sigurður V. Birgisson úr Skotdeild Keflavíkur einnig með 250 stig og 17 X-tíur. Í 200 metrunum var Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 248 stig og 5 X-tíur, annar var Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 247 stig og 5 X-tíur og þriðji Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar með 247 stig og 3 X-tíur. Í samanlögðu varð Íslandsmeistari Jóhannes Frank Jóhannesson með 498 stig og 18 X-tíur, í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 497 stig og 19 X-tíur og í þriðja sæti Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 497 stig en 18 X-tíur.

AddThis Social Bookmark Button