Heimsbikarmótið í Lahti í Finnlandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 30. ágúst 2019 07:40

Heimsbikarmóti ISSF í Lahti í Finnlandi er nú lokið. Sigurður Unnar Hauksson endaði í 48.sæti með 116 stig (24 22 23 25 22), Hákon Þ.Svavarsson varð í 106.sæti með 106 stig (21 20 20 21 24) og Guðlaugur Bragi Magnússon í 116.sæti með 104 stig (22 21 20 21 20). Alls voru keppendur 129 talsins. Einnig skaut Stefán Gísli Örlygsson um s.k. MQS skor og endaði hann þar með 115 stig (24 24 21 23 23) og tryggði hann sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Ítalíu í september. Helga Jóhannsdóttir hafnaði í 70.sæti í kvennaflokki með 82 stig (14 20 15 18 15) en keppendur voru 72.

AddThis Social Bookmark Button