Ásgeir keppti í Þýskalandi um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. janúar 2020 18:56

asgeirloftskbKeppni á einu stærsta móti árisins í loftskammbyssu er nú lokið í München í Þýskaland, H&N CUP. Við áttum þar einn keppanda, Ásgeir Sigurgeirson, og hafnaði hann í 18.sæti á laugardaginn en keppendur voru 99 talsins. Hann endaði með 578 stig (97 98 96 96 97 94) og vantaði aðeins 3 stig til að komast í úrslit. Ásgeir ætaði að taka þátt í tveimur mótum en þar sem flug féll niður frá Íslandi á fimmtudaginn vegna veðurs, tókst það ekki en fyrri keppnin fór fram á föstudaginn. Ásgeir er nú á stífum æfingum en framundan er Evrópumeistaramótið í Póllandi í lok febrúar og laus pláss þar á næstu ÓL-leika í Japan, ef vel gengur.

AddThis Social Bookmark Button