Fimmtudagur, 27. febrúar 2020 10:13 |
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið í Kópavogi á laugardaginn. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 578 stig, annar varð Peter Martisovic úr SFK með 544 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson úr SR einnig með 544 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 548 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 506 stig. í unglingaflokki sigraði Sigríður Láretta Guðmundsdóttir úr SA með 515 stig og Rakel Arnþórsdóttir úr SA varð önnur með 466 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,635 stig, önnur varð sveit SFK með 1,560 og þriðja varð sveit SKA með 1,375 stig.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 591,9 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 554,5 stig og Þórir Krsitinsson úr SR varð þriðji með 544,3 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 582,8 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 519,9 stig.
|