Laugardagur, 13. mars 2021 20:09 |
Á Landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli, sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK í karlaflokki með 622,4 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 618,3 stig og þriðji Valur Richter einnig úr SÍ með 610,9 stíg. Í liðakeppninni sigrði sveit SÍ með 1833,0 stig og sveit SFK varð önnur með 1775,6 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 610,6 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðrún Hafberg úr SFK með 576,2 stig. Nánari úrslit eru hérna. Nokkrar myndir frá mótinu eru á Facebook síðu félagsins.
|